Úrslit í Ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í gær þann 12. nóvember veitti Atvinnumálanefnd verðlaun í ljósmyndakeppninni sem stóð yfir frá byrjun mars til enda september.

Þátttaka var góð, í heildina voru skráðar til leiks 101 ljósmynd eftir 8 ljósmyndara.

Þrenn verðlaun voru veitt, fyrir frumlegustu myndina Rúnar Gregory Muccio, fyrir mannlífsmynd Bragi Svavarsson og fyrir landslagsmynd Anna Wozniczka.

Í verðlaun voru bækurnar Grímsnes, búendur og saga bindi I og II og bókin Grafningur og Grímsnes byggðasaga, að auki fengu verðlaunahafar árskort í Íþróttamiðstöðina á Borg, blómvönd og verðlaunamyndina sína í ramma.

 Við þökkum öllum kærlega sem tóku þátt í keppninni og hvetjum alla til að kíkja í Íþróttamiðstöðina á Borg til að skoða ljósmyndasýninguna en hún mun standa yfir fram í miðjan janúar.

Atvinnumálanefnd Grímsnes og Grafningshrepps.

Ljosmyndakeppni2