Vegstyrkir – Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda ath !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Munið að sækja um styrk til sveitarstjórnar fyrir 1. mars ár hvert á þar til gerðu eyðublaði. Skilyrt er að kostnaðaráætlun fylgi. Í lok júní ár hvert liggur fyrir hverjir munu fá úthlutað styrk og verður styrkurinn greiddur út eftir framvísun afrits af reikningi, þó eigi síðar en 31. desember það ár sem styrkurinn er veittur.

Umsóknareyðublað og reglur má finna hér: http://www.gogg.is/thjonusta/upplysingar-fyrir-sumarbustadaeigendur/

Mynd: Anna Wozniczka