Vel heppnað þorrablót

lindaFréttir

Þorrablót Ungmennafélagsins Hvatar var haldið með pompi og pragt í Félagsheimilnu Borg þann 1. febrúar en hefðin býður að þorrablót þetta sé haldið annan föstudag í þorra.  Blótið fór vel fram og var vel sótt en næstum 220 manns skemmtu sér hið besta.

.Jón Bjarnason diskaþeytir sá um að dansgólfið var aldrei tómlegt á að líta og hélt uppi fjörinu þegar skemmtidagskránni lauk en þar fóru þeir Stefán og Davíð óperur-í-dívur já eða ídýfur á kostum eins og þeirra er von og vísa.

Maturinn var nú sem fyrr frá Múlakaffi en rétt eins og sólin kemur upp í austri og sest í vestri kemur maturinn frá kónginum þeim. 

Kosið var í nýja þorrablótsnefnd en nefndarstörfin eru þegnskylduvinna íbúa Grímsnsm, Grafnings og Þingvallasveitar til fjáröflunar fyrir Ungmennafélagið Hvöt.

Í næstu nefnd verða:
Sverrir og Karitas, Miðengi
Óli og Bryndís á Steinum
Magga og Eiríkur í Selholti
Guðrún og Guðmundur Hamri