Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

 Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni                    

Grímsnes- og Grafningshrepps 2015

 Fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 18:00 mun Atvinnumálanefnd afhenda sigurvegurum ljósmynda-keppninnar verðlaun.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Íþróttamiðstöðinni Borg og jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning með verðlaunamyndunum og öðrum myndum sem báru af í keppninni.

 Ljósmyndakeppnin stóð frá 1. mars til 30. september 2015.

 Veitt verða verðlaun í þremur flokkum:

  •  Besta mannlífsmyndin
  • Besta landslagsmyndin
  • Frumlegasta myndin með kennileiti úr sveitarfélaginu.

 Ljósmyndasýningin mun standa yfir í Íþróttamiðstöðinni Borg til loka desember.

 Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að koma á verðlaunaafhendinguna og/eða koma við í Íþróttamiðstöðinni skoða ljósmyndasýninguna og skella sér í sund

 Atvinnumálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.