Verslunin Minni Borg

lindaUncategorized

Búið er að opna verslunina Minni Borg aftur en hún hefur verið lokuð frá áramótum.  Sömu rekstraraðilar eru að versluninni og að Vesturbúð á Eyrarbakka en það eru þeir Agnar Bent og Finnur Kristjánsson.  Verslunin verður opin á morgun föstudaginn langa og páskadag frá 11:– 17:00 og laugardag og annan í páskum frá 10:00 – 20:00. 

Hipp hipp og húrra fyrir því!
Nánar um opnunartímann síðar.  Bensínsalan er nú í nafni ÓB.