Afmæliskaffi

linda

Afmæliskaffi verður laugardaginn 1. desember n.k. í Félagsheimilinu Borg vegna 20 ára afmælis sameiningar Grímsnes- og Grafningshrepps. Flutt verða ávörp, tónlist og söngur. Íbúum og öðrum góðum gestum verður að því loknu boðið í alvöru hnallþóru kaffi ásamt ljósmyndasýningu með gömlum myndum úr báðum hreppum.