Viðtal við Hildi í verslununni Borg

lindaFréttir

María Björk og Sigrún löggðu land undir fót í dag og skelltu sér til Hildar Magnúsdótturí Versluninni Borg og tóku við hana viðtal. Tilefnið var að heimilisfræðikennarinn var veikur og í staðinn fyrir að elda ljúffenga rétti urðu þær að blaðamönnum – og það velktist ekki fyrir þeim.

Rétt eins og sönnum blaðamönnum sæmir byrjuðu þær á því að forvitnast svolítið um viðmælanda sinn:

Hvar áttu heima?

Stóru Borg.

Finnst þér gaman að eiga þessa búð?

Mjög svo.

Hvað ertu búin að eiga hana lengi ?

12 ár.

Hvað ertu gömul? 41 árs.

Ætlaru að reyna að vera lengi með þessa búð?

Það er bara óráðið.

Hvað hefur búðin staðið lengi?

Hér hefur verið búð meira og minna síðan 1937.

Hvað eru margir að vinna hérna?

Að meðaltali erum við 5.

Hvað vinnur hver starfsmaður lengi?

6- 10 tíma á dag.

Er oft mikið um að vera hér í búðinni?

Já mjög svo.

Koma oft sömu viðskiptavinir?

Já, við eigum mikið af fastakúnnum.

Er satt að það eigi að stækka búðina og færa hana?

Já það stendur til að byggja nýja búð á öðrum stað.

Hvar verður nýja búðin og hvenær verður það gert?

Vonandi verður það næsta sumar á móti fjárhúsunum á Stóru Borg.

Verður opið lengur eða styttra en núna?

Það verður væntanlega opið lengur.

Verður meira úrval af vörum í nýju búðinni?

Að sjálfsögðu.

Verður nafninu breytt þegar búið er að færa hana?

Væntanlega já.

Hvað verður þá gert við þetta hús?

Mjög trúlega verður það bara selt.

María og Sigrún þakka Hildi kærlega fyrir góðar móttökur og spjallið.