Fara í efni

Fjallaskilanefnd

Fjallskilanefnd skal skipuð fimm aðalmönnum og fimm til vara. Formaður er tilnefndur af sveitarstjórn en nefndarmenn skipta með sér öðrum verkum og rita fundargerð í tölvu samkvæmt fyrirmynd af fundargerð frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Allar fundargerðir eru sendar til sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps og vistaðar  á skrifstofu sveitarfélagsins. Nefndin heldur a.m.k. einn fund á ári og leggur á og jafnar út fjallskil samkvæmt lögum og reglugerðum þar um. Við álagningu fjallskila verður þess gætt að fjár- og landeigendur beri þann kostnað sem réttum og fjallskilum fylgja.
Nefndin hefur umsjón með fjárréttum sveitarfélagsins og sér til þess að þær verði lagfærðar tímanlega fyrir haustleitir ár hvert.
Nefndin hefur umsjón með vegi um fjárréttir og sér til þess að þeir séu greiðfærir  um haustleitir, einnig að réttarhúsin séu í viðunandi ástandi á sama tíma.
Nefndin skipar réttar- og leitarstjóra til eins árs í senn.
Nefndin hefur umsjón með að sækja fé í nágrannaréttir og koma óskilafé til og frá sveitarfélaginu eftir að lögbundnum réttum lýkur.
Nefndin metur þörf og tekur ákvörðun um fjárleit eftir að lögbundnum réttum lýkur.
Að úrlausn annarra mála er upp kunna að koma um fjallskil, afrétt og riðu skal sveitarstjórn og fjallskilanefnd vinna sameiginlega að.

Síðast uppfært 20. desember 2019
Getum við bætt efni síðunnar?