Fara í efni

Reglur um skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi

Reglur um skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshrepp eru byggðar á reglum um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009 með síðari breytingum, ásamt sérákvæðum
samkvæmt skólakstursreglum. Með skólaakstri er í reglunum átt við akstur á milli heimilis og grunnskóla þar sem þess er þörf til að tryggja jafnan aðgang nemenda að grunnskólanámi. Heimili í reglunum merkir skráð lögheimili.

Grímsnes- og Grafningshreppur ber ábyrgð á öryggi, velferð og hagsmunum nemenda í skólaakstri og að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða um umferðaröryggi.
Grímsnes- og Grafningshreppur skipuleggur skólaakstur í dreifbýli þar sem við á og frá Sólheimum. Skal akstursleið milli heimilis og skóla ekki vera minni en 1,5 km. svo lengi sem gönguleið er örugg. 

Reglur um skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi

Síðast uppfært 31. október 2023