Fara í efni

Innkaupareglur

Tilgangur með reglum þessum er að stuðla að vönduðum, hagkvæmum og vistvænum innkaupum og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem Grímsnes- og Grafningshreppur kaupir. Enn fremur skulu reglurnar stuðla að því að litið sé til umhverfissjónarmiða og líftíma vöru við innkaup.

Reglum þessum er annars vegar ætlað að stuðla að því að stjórnfesta og fyrirsjáanleiki í framkvæmd, gagnsæi, jafnræði og málsskotsrétti séu virtar við innkaup. Hins vegar er reglum þessum ætlað að vera lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 (hér eftir lög um opinber innkaup eða lögin) til fyllingar og útfæra nánar framkvæmd innkaupa hjá sveitarfélaginu.

Innkaupareglur

Síðast uppfært 1. mars 2021