Fara í efni

Bundið slitlag á heimreiðar

Ábúendur á lögbýlum í Grímsnes- og Grafningshrepps geta sótt um að sveitarfélagið taki þátt í lagningu bundins slitlags á heimreiðar þeirra. Fyrirkomulagið er þannig að Vegagerðin greiðir kostnað við undirbyggingu vegarins og helming efra burðarlags, en Grímsnes- og Grafningshreppur ásamt ábúendum greiðir fyrir helming efra burðarlags og allan kostnað við klæðningu á veginn.

Ábúendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 1. september ár hvert vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru árið eftir.

Hægt er að senda póst á netfangið gogg@gogg.is til að sækja um og óska eftir nánari upplýsingum.

Reglur um bundið slitlag á heimreiðar

Síðast uppfært 18. júlí 2022