Fara í efni

Samráðshópur um málefni aldraðra

Samráðshópur um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi starfar í umboði sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps með þeim hætti sem kveðið er á um í samþykktum samráðshópsins. 
Samráðshópurinn skal vera sveitarstjórn og nefndum Grímsnes- og Grafningshrepps til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem varða íbúa sveitarfélagsins 67 ára og eldri. Auk þess að vera til ráðgjafar getur ráðið beint tillögum og ályktunum til sveitarstjórnar og nefnda. Samráðshópurinn er ekki framkvæmdaaðili.

Samráðshópurinn er skipaður þremur fulltrúum. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa og annan til vara.
Eldri borgarar tilnefna tvo aðalmenn og tvo til vara. Sveitarstjórn skipar formann ráðsins en samráðshópurinn skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Formaður ráðsins er jafnframt fulltrúi sveitarfélagsins í Öldungaráði Uppsveita og Flóa. Kjörtímabil samráðshópsins er hið sama og sveitarstjórnar.

Síðast uppfært 18. júlí 2022