Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

31. fundur 21. mars 2016 kl. 17:00 - 19:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

31. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, mánudaginn 21. mars 2016 kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Sveitamarkaður.
Farið var í að hringja til þeirra sem við höfðum sent tölvupósta á fyrr í mánuðinum til að athuga með stöðu mála. Ekki voru allir tilbúnir að gefa endanlegt svar og vildu fá tækifæri til að hugsa málið aðeins lengur. Því hefur verið ákveðið að bíða með að taka ákvörðun þangað til næsti fundur verður haldin hjá nefndinni.

 
Borg í sveit.
Tekið var saman hverjir voru búnir að svara tölvupóstum sem höfðu verið sendir út fyrr í vikunni og lýst áhuga sínum á að taka þátt. Ákveðið hefur verið að senda aftur út tölvupósta á þá aðila sem ekki hafa svarað til að minna þá á og upplýsa um leið stöðu mála. Farið var yfir tímaplanið og metið hvað væri næstu skref til að fylgja áætlun m.a með undirbúning á því sem þarf að panta og gera fyrir næsta fund.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?