Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

54. fundur 28. apríl 2021 kl. 18:00 - 19:00 Hraunbraut 10
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Þóranna Lilja Snorradóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Þóranna Lilja Snorradóttir
  1. Borg í Sveit.

Lagt til að sá viðburður verði ekki þetta árið þar sem aðstæður í samfélaginu eru ekki komnar í rétt horf ennþá (covid19).

  1. Viðburðadagatal fyrir sumarið 2021.

Lagt til að blöðungur, með einföldum auglýsingum frá þeim sem eru í þjónustuskránni okkar ásamt Viðburðadagatali um þá viðburði sem verða í sveitarfélaginu í sumar, verði hafður í miðju Hvatarblaðsins í júní. Einnig lagt til að kostnaður fyrir að vera með í þessum blöðung verði ekki hár eða ca. 3.000 kr. Hægt væri svo að hafa auka eintök í sundlaug og búð. Síðan væri jafnvel hægt að setja annan blöðung í Hvatarblaðið í haust með viðburðum vetrarins.

  1. Opin peppfundur.

Lagt til að undirbúa opin peppfund fyrir íbúa í haust þar sem hægt væri að fá atvinnumálanefndir í uppsveitunum til að vera með. Þarna er verið að tala um fund þar sem aðilar sem ekki hafa látið covid19 draga sig niður væru fengnir til að vera með erindi og leyfa okkur hinum að heyra og jafnvel sjá hvernig snúið var vörn í sókn.

Getum við bætt efni síðunnar?