Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

6. fundur 20. febrúar 2023 kl. 17:00 - 19:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna.
Unnið er að úrvinnslu á niðurstöðum úr könnuninni sem gerð var í uppsveitunum.Komin eru drög að framtíðarsýn, markmiðum og áherslum fyrir Atvinnumálastefnu Uppsveitanna. Aðgerðaráætlun verður unnin í framhaldinu.
Stefnt er að því að tala við unglinga á svæðinu til að fá þeirra sjónarmið.
Næsti fundur samráðshóps er 28. febrúar.

2. Undirbúningur fyrir viðburði næsta ár:

  • Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Borg leggur nefndin til að 17. Júní hátíðarhöldin verði haldin að Sólheimum í ár. Nefndin er í sambandi við forsvarmenn Sólheima.

  • Leikfélagið á Borg hefur ekki tök á að vera með atriði.
  • Hoppukastalar í skoðun.
  • Leikfélag Sólheima verður með atriði.
  • Athuga með að fá atriðið úr Grease frá Kerhólsskóla.
  • Athuga með félagasamtök til að selja pylsur.
  • Blaðrarinn blöðrudýr, 110.000 fyrir klukkutíma.
  • Rætt var um hugsanlegan hátíðarræðumann.
  • Athuga þarf með tónlistaratriði.

Drög að dagskrá 17. Júní

  • 13:00 Skrúðganga
    Gengið frá Vigdísarhúsi fram hjá Sólheimahúsi og inn í íþróttaleikhús.
  • 13:30 Hátíðardagskrá í Íþróttaleikhúsinu.
    • Kynning frá formanni nefndarinnar
    • Hátíðarræðumaður
    • Fjallkona
    • Skemmtiatriði frá skólanum og Leikfélagi Sólheima
  • Skemmtidagskrá á Péturstorgi
    • Tónleikar
    • Blaðrarar
    • Grillaðar pylsur til sölu til styrktar góðu málefni.
      Bæði grænmetis og SS
    • Kaffihúsið Græna Kannan opin
    • Enda á DJ?

 

Umræðu um 25 ára afmæli hreppsins og Borg í sveit frestað til næsta fundar.

Næsti fundur verður haldinn 20. mars á Sólheimum

Fundi slitið klukkan 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?