Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

8. fundur 11. apríl 2023 kl. 17:00 - 18:57 Brún við Írafoss
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023.
a. Nefndin ætlar að athuga með Magnús Kjartansson sem tónlistaratriði
b. Staðfest að sveitarfélagið kaupir pylsur. Einar matráður sér um innkaup.
c. Óskað verður eftir því að Vinnuskóli sveitarfélagsins verði á Sólheimum vikuna fyrir 17. júní til að hjálpa til við undirbúning.
d. Auglýsing um nýja staðsetningu á hátíðarhöldunum verður sett í Hvatarblaðið í maí.
Auglýsing:
17. júní hátíðarhöldin verða á Sólheimum í ár vegna fyrirhugaðra framkvæmda við íþróttahúsið. Dagskráin verður auglýst í Hvatarblaðinu í júní.
e. Gera plakat með dagskránni og upplýsingum um nýja staðsetningu og hengja upp á helstu stöðum í sveitarfélaginu.
2. Næstu fundur
Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu að Borg 24. apríl klukkan 17:00. Valgeir F. Backman verður boðaður á fundinn undir liðnum um 17. júní.
3. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
a. Athuga þarf að fá leiðrétta póstfang í sveitarfélögunum í uppsveitunum þannig að 805 Selfoss verði 805 Grímsnes- og Grafningshreppur og svo framvegis. Að Selfoss sé hluti af póstfanginu skapar rugling og utanaðkomandi telja oft að fyrirtæki og þjónusta séu staðsett á Selfossi. Þetta myndi efla jákvæða ímynd svæðisins.
b. Skoða þarf hjá sveitarfélaginu að auka markaðssetningu á þeim möguleikum og tækifærum sem eru í sveitarfélaginu.
c. Bæta má í aðgerðaráætlun og markmið að þrýsta á um auknar og bættar almenningssamgöngur og uppbyggingu vegakerfisins.
d. Nefndin er ánægð með vinnuna við atvinnumálastefnuna og þá samvinnu sem hefur verið milli sveitarfélagana í samstarfshópnum.
4. 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps
Nefndin athugar með samstarf við Hjálparsveitina Tintron um afmælisball.

Fundi slitið klukkan 18:57

Getum við bætt efni síðunnar?