Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

11. fundur 31. maí 2023 kl. 18:15 - 20:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir Heilsu- og Tómstundafulltrúi
  • Jakob Guðnason fulltrúi hjálparsveitarinnar Tintron.
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps. Umræður við heilsu- og tómstundafulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og fulltrúa Hjálparsveitarinnar Tintron.
Laugardags kvöldið 3. Júní verður afmælisskemmtun í félagsheimilinu í samstarfi við Tintron. Sveitarfélagið sér um að greiða tónlistaratriðið.
Miðinn á kvöldskemmtunina 3. Júní verður seldur á 3.000 krónur.
Kvöldið byrjar á Pubquiz. Sunnan Sex spilar svo fyrir dansi.
Pizzavagninn mætir á svæðið.
Fjölskyldu afmælisdagur verður haldinn sunnudaginn 4. Júní.
Dagskrá dagsins:
Frítt í sund allan daginn.
13:00 Fjölskylduratleikur í samstarfi við Félagasamtök hreppsins
• Hjálparsveitin Tintron (AM) Verður með
• Íþróttafélagið Gnýr (PT). Skátafélagið og Gnýr saman með Boccia í Íþróttahúsinu.
• Kvenfélag Grímsneshrepps (A) – Verða með.
• Lionsklúbburinn Skjaldbreiður (AM) Verður með
• Skógræktarfélag Grímsneshrepps (A) Verður með
• Ungmennafélagið Hvöt (GÁSA) – Folf körfur og diskar
• Spurningar um Sveitarfélagið
Einn póstur verður staðsettur í Íþróttahúsinu hinir verða í Yndisskóginum.
Útbúið verður svarkort sem fólk skilar svo inn. 3 dregnir út sem fá vinning.
Vinningarnir verða keyptir af fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
- Kökur og drykkir fyrir 5 í Grænu Könnunni á Sólheimum.
- Veitingar í Sveitarsetrinu Brú fyrir 5
- Ísveisla í búðinni á Borg fyrir 5
Athuga þarf með þrif á salnum. Nefndarmenn sjá um kaffið.
Pétur sækir kökuna í hádeginu á sunnudaginn.
Fá Guðnýju til að setja inn á Facebook auglýsingu og event sem við útbúum og kosta á hana dreifingu.
15:00 Afmæliskaka í félagsheimilinu
- Ræða frá Sveitastjóra
- Þátttöku happdrætti
- Kórinn Tvennir Tímar tekur lagið
- Afmæliskaka, kaffi og djús.
16:00 Sundlaugarpartí með DJ Kanil

Ekki meira tekið fyrir

Fundi slitið klukkan 20:10

Getum við bætt efni síðunnar?