Fara í efni

Fjallskilanefnd

12. fundur 21. ágúst 2014 kl. 08:00 - 10:38 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Ingólfur Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Kjartan Gunnar Jónsson
Benedikt Gústavsson

 1.        Álagning fjallskila.

Farið var yfir álögð fjallskil. Álagning á kind verður 385 kr. og á jarðarþúsund 3,15 kr.

 2.        Göngur og réttir.

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 12. september og réttað verður í Klausturhólarétt 17. september kl. 10:00.

Lyngdalsheiðin verður smöluð mánudaginn 15. september og svo aftur í eftirleit í október.

Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 16. september kl. 10:00 eftir fyrstu leit, fyrir alla.

Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 19. september og réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 22. september kl. 9:45.

Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi.

Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 2.698.607 kr., bæði tekjur og gjöld. Þar af er álögð fjallskil 2.148.607 kr. og aðrar tekjur 550.000 kr.

 3.        Fjallseðill.

Farið var yfir fjallseðil og gerðar viðeigandi breytingar.

Getum við bætt efni síðunnar?