Fara í efni

Fjallskilanefnd

15. fundur 14. desember 2015 kl. 10:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Kjartan Gunnar Jónsson
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Benedikt Gústavsson

1.        Unnin fjallskil.

Nefndin kom saman og fór yfir reikninga og lagfærði eins og þurfti.

Unnin fjallskil voru samtals 3.200.200 kr.

Unnin fjallskil sem þarf að innheimta;

Þjóðgarður á Þingvöllum, samtals 420.000 kr.

Bláskógabyggð vegna Þingvallasveitarafréttar austan vatna, samtals 150.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 21 dagsverk að fjárhæð 210.000 kr. og akstur að fjárhæð 30.000 kr., samtals 240.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 9 dagsverk fjárhæð 90.000 kr. og akstur að fjárhæð 15.000 kr., samtals 105.000 kr.

Hagavík, 3 dagsverk, samtals 30.000 kr.

Úlfljótsvatn, 6 dagsverk, samtals 60.000 kr.

Samtals sem þarf að innheimta er 1.005.000 kr.

Áætlun fyrir fjallskil árið 2015 var 2.134.156 kr.

Fjallskil samtals árið 2015 var 2.195.200 kr.

Tap 2015 er því   66.044 kr.

 2.        Ökutæki til smölunar.

            Rætt var um notkun vélknúinna ökutækja til smölunar á afréttinum og samþykkt að dagsverkið verði 15.000 kr.

 3.        Aðstaða í Kerlingu.

            Fjallskilanefnd fer fram á að nýjar dýnur verði keyptar inn í Kerlingu og að einnig verði settar þakrennur á húsin til að brynna bæði mönnum og hrossum.

 4.        Fjallskilareikningar.

            Farið er fram á að fylgiskjal með dagsetningum fylgi öllum fjallskilareikningum sem koma til nefndarinnar.

 5.        Upplýsingar á fjallseðli.

Nauðsynlegt er að það komi fram á fjallseðli, á hverju hausti, að allir landeigendur eigi að smala heimaland sitt fyrir lok október að öðrum kosti verði það smalað á kostnað eiganda.

Getum við bætt efni síðunnar?