Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

11. fundur 30. september 2015 kl. 20:00 - 21:39 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Steinar Sigurjónsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Jón Örn Ingileifsson
Steinar Sigurjónsson

Fundargerð.

 

11. fundur samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 30. september 2015 kl. 20.00.

 
Fundinn sátu:
Steinar Sigurjónsson, formaður
Björn Kristinn Pálmarsson
Jón Örn Ingileifsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson      

 
1.        Breytingar á reglum um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggð.
 Lagt er til að 2. grein í reglunum verði breytt á þá leið að umsóknarfresturinn verði færður fram til 1. mars í stað 15. maí, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn staðfesti þessar breytingar og felur henni jafnframt að auglýsa breytingarnar opinberlega, ásamt því að láta félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda vita.

 
2.        Hraðahindranir og gangstéttir.
Nefndin leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði reiknað með fjármunum í lagningu gangstétta meðfram þeim götum á Borg þar sem þær vantar. Brýnast er að klára gangstétt á Hólsbraut og lagt er til að farið verði í það verkefni strax næsta sumar. Þá telur nefndin að samhliða því sé nauðsynlegt að setja upp þrjár varanlegar hraðahindranir á Borg og leggur til að sveitarstjórn og Tæknisvið finni í samstarfi við nefndina heppilegustu staðsetningarnar fyrir þær.

 
3.        Reglur um klæðningar á heimreiðum.
Nefndin telur að setja þurfi skýrari reglur um umsóknir um klæðningar á heimreiðum í sveitarfélaginu og leggur til að nefndin sjái um að útbúa slíkar reglur. Það verklag sem nú er í gildi varðandi umsóknirnar er ekki nægilega gott og því telur nefndin að nýjar reglur muni einfalda ferlið og gera það auðveldara fyrir alla aðila.

 
4.    Útskot á Biskupstungnabraut.
Lagt er til að sveitarstjórn skoði í samstarfi við Vegagerðina hvort hægt sé að útfæra útskot á Biskupstungabraut betur eða lagfæra þau. Þau útskot sem um ræðir eru staðsett við Þrastarlund, Þingvallaveg, Kerið og Búrfellsveg. Nefndin telur að núverandi útfærslur séu hættulegar og að bæði þurfi að breikka útskotin og lengja þau, ásamt því að merkingum er ábótavant. Með auknum umferðarþunga í gegnum sveitarfélagið eykst hættan en frekar og því er nauðsynlegt að lagfæra þetta sem allra fyrst.

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:39.

Getum við bætt efni síðunnar?