Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

3. fundur 10. desember 2014 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Jón Örn Ingileifsson
  • Börkur Brynjarsson f.h Tæknisviðs uppsveita
  • Birgir Leó Ólafsson formaður

1.        Kiðjaberg / Hestur.

       BB og BLÓ fóru á fund með félögum sumarhúsaeiganda mánudaginn 17. nóv. s.l.  Á fundinn mættu 108 manns, fulltrúar fyrir 101 lóð.  BB flutti kynningu á veitum sveitarfélagsins og þar á eftir frumhugmyndir um lagningu hitaveitu á þessum tveim svæðum.  Í kynningu BB kom fram að sökum stærðar verkefnisins þá muni sveitarfélagið GOGG ekki getað unnið þetta hraðar en á 4-5 árum.  Á fundinum kom fram að mikill áhugi er á lagningu hitaveitu um svæðin og í framhaldi af kynningu BB bárust fyrirspurnir úr sal sem BB og fundarstjórar svöruðu.  Í umræðunni kom fram að fundarfólki hugnaðist ekki tillaga BB um að framkvæmdartíminn yrði 4-5 ár.  BB lagði fyrir fundinn hvort það væri vilji fyrir því að hver notandi mundi greiða 1 m.kr. í stofngjald sem yrði þá til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum.  Ekki var vilji fyrir slíku en hinsvegar kom fram tillaga frá fundinum um að lóðareigendur mundu greiða 3 ár fyrirfram af notkunargjöldum ásamt stofngjöldum, samtals tæplega 1 m.kr., til þess að flýta framkvæmdum þannig að framkvæmdartíminn yrði 2 ár, 2015-2016.  Veitan yrði þá tekin í notkun í september 2016. 

            Eftir fundinn í Reykjavík hafa BB og BLÓ fundað einu sinni hér á Borg með fulltrúum sumarhúsafélaganna.  Á þeim fundi lögðu þeir fram sínar hugmyndir um fjármögnum á verkinu.  Í þeim áætlunum er stillt upp þrem valkostum miðað við mismunandi fjölda tenginga, sjá fylgiskjal „Lausleg áætlun vegna hitaveituframkvæmda“  Til dæmis kemur þar fram að ef það nást 140 tengingar þá þurfi GOGG að leggja fram tæpar 15 m.kr. í verkið.  Þetta miðast við að lóðareigendur greiði sem svara 3ja ára notkun fyrirfram.

Eftir þann fund hefur BB borist tölvupóstur þar sem fulltrúar sumarhúsasvæðanna nefna hvort eigi að bjóða 15% afslátt af fyrirfram greiddum afnotagjöldum sem n-k hvati á þátttöku og kæmi þá á móti fjármagnskostnaði lóðareiganda.  Nefndin sér ekki fært að bjóða neinn afslátt eins og lagt er til, þar sem það mundi þá þýða að kostnaður sveitarfélagsins yrði þá hærri sem þýðir þá lengri framkvæmdartími. 

Það er mat nefndarinnar er ef það nást 140 tengingar eða fleiri fyrir 1. febrúar 2015 eins og BB lagði til í sinni kynningu og lóðareigendur greiði fyrir fram eins og þeir leggja til sjálfir þá ætti framkvæmdin að hefjast á vordögum 2015 með verklok í september 2016.  Nefndin telur einnig rétt að skoða hvort það sé hagkvæmara að lóðareigendur greiði fyrirfram 50% notkun til sex ára, með því móti þá kæmu helmingur tekna veitunnar inn frá fyrsta ári sem mundi þá nýtast í að standa undir föstum kostnaði.  Ef af framkvæmdum yrði þá mundi útfærsla hennar vera alfarið í höndum Tæknisviðs uppsveitanna (BB).

2.        Önnur mál.

       Ekkert nú

Getum við bætt efni síðunnar?