Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

15. fundur 09. nóvember 2021 kl. 08:30 - 09:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson þjónustufulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.
  1. Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps
    Guðrún Ása Kristleifsdóttir, heilsu- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins kom inn á fundinn og kynnti yfirstandandi vinnu við gerð samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Rætt var um hugmyndir að verkefnum sem eru á verksviði veitunefndar og tengjast samfélagsstefnu sveitarfélagsins.
    Veitunefnd þakkar Guðrúnu Ásu fyrir gott samtal um samfélagsstefnu sveitarfélagsins og hlakkar til nánara samstarfs við að útfæra þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum.


  2. Tillögur að framkvæmdum og fjárfestingum frá nefndum fyrir árið 2022
    Fyrir liggja tillögur að framkvæmdum og fjárfestingum frá nefndum sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Farið var yfir fyrirliggjandi tillögur og kostnaðarmat þeirra.
    Veitunefnd vísar fyrirliggjandi tillögum ásamt minnispunktum nefndarinnar inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni síðunnar?