Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

16. fundur 28. febrúar 2022 kl. 08:30 - 10:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Vatnsveita að Kringlu 4.

Landeigendur að Kringlu 4 hafa lagt fram fyrirspurn um lagningu vatnsveitu í fyrirhugað frístundahúsahverfi sem búið er að deiliskipuleggja á landinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir 32 frístundahúsalóðum.

Veitunefnd felur Ragnari Guðmundssyni, umsjónarmanni aðveita, að meta lagnaleiðir og leggja mat á kostnað við lagningu vatnsveitu í hverfið.

 

2. Hitaveita að Kringlu 4.

Landeigendur að Kringlu 4 hafa lagt fram fyrirspurn um lagningu hitaveitu í fyrirhugað frístundahúsahverfi sem búið er að deiliskipuleggja á landinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir 32 frístundahúsalóðum.

Að mati veitunefndar liggur ekki fyrir hvort nægjanlegt magn af heitu vatni sé til á svæðinu til að tengja ný hverfi við veituna. Áformað er að afkastamæla borholuna í sumar og að því loknu verður hægt að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar.

3. Afsláttur af hitaveitureikningi vegna Húsasunds 7.

Lögð er fram fyrirspurn frá eiganda Húsasunds 7 um afslátt/niðurfellingu af hitaveitureikningi vegna mikils rennslis í gegnum hitakerfi bústaðarins sem olli því að vatnsnotkun var umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Veitunefnd leggur til að ekki verði veittur afsláttur af hitaveitureikningi. Það er á ábyrgð húseigenda að gæta þess að hitakerfi innan fasteignar sé rétt stillt.

4. Minnisblað frá Eflu dags. 08.02.2022 um vatnsveitu úr Kaldárhöfða.

Fyrir liggur minnisblað frá Eflu dags. 08.02.2022 um vatnsveitu úr Kaldárhöfða þar sem lagt er mat á lagnaleiðir og jarðvegsaðstæður ásamt grófri kostnaðaráætlun m.v. fyrirliggjandi forsendur.

Lagt fram til kynningar.

5. Útboð og teikningar vegna fyrirhugaðrar stækkunar íþróttahúss/skrifstofu.

Fyrir liggja útboðsteikningar af viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Borg.

Lagt fram til kynningar.

6.  Tillaga að deiliskipulagsuppdrætti vegna fyrirhugaðs athafnasvæðis á Borg.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagsuppdrætti vegna fyrirhugaðs athafnasvæðis á Borg.

Veitunefnd felur Ragnari Guðmundssyni að koma athugasemdum veitunefndar á framfæri við hönnuð.

7. Staða á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Ragnar Guðmundsson fór yfir stöðuna á ýmsum framkvæmdum sem standa yfir eða eru fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.

Veitunefnd þakkar Ragnari fyrir góða yfirferð.

8. Önnur mál.

     a) Fundartími veitunefndar

     Veitunefnd samþykkir að fastur fundartími nefndarinnar sé að jafnaði síðasta mánudag í mánuði.

     b) Gjaldskrár vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu

     Rætt um mikilvægi þess að taka til endurskoðunar gjaldskrár vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu. Veitunefnd felur formanni að setja gjaldskrárnar á dagskrá næsta veitunefndarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?