Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

10. fundur 11. september 2023 kl. 08:30 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bl. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Aðrir fundarmenn:
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður framkvæmda og veitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir
árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Minnisblað vinnuhóps um útboð snjómoksturs dags. 31.8.2023
Fyrir liggur minnisblað vinnuhóps um útboð snjómoksturs dags. 31.08.2023.
Lagt fram til kynningar.
3. Heitavatnsöflun í sveitarfélaginu – kynning á stöðu
Ragnar og Smári fóru yfir stöðu heitavatnsöflunar í sveitarfélaginu. Verið er að ganga frá samkomulagi við landeigendur í Vaðnesi og eigendur Orkubús Vaðness ehf. um kaup á
Orkubúinu. Jafnframt hefur átt sér stað samtal við Veitur um möguleg kaup á heitu vatni úr borholu í Öndverðarnesi.
Framkvæmda- og veitunefnd telur þær viðræður sem hafa átt sér stað um frekari heitavatnsöflun jákvætt skref við að efla veitur sveitarfélagsins. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að skoða fleiri valkosti í heitavatnsöflun fyrir sveitarfélagið til að tryggja rekstraröryggi hitaveitunnar.
4. Kaldavatnsöflun í sveitarfélaginu
a. Rannsóknir á vatnslindum í Kaldárhöfða
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 24.8.2023 um rannsóknir á vatnslindum í Kaldárhöfða. Staða og næstu skref.
Lagt fram til kynningar.
b. Minnisblað ÍSOR dags. 14.06.2023 um rennsli úr lindum austanvert í landi Hallkelshóla
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 14.06.2023 um rennsli úr lindum austanvert í landi Hallkelshóla.
Lagt fram til kynningar.
5. Miðsvæði og Tún – Teikningar og yfirferð
Fyrir liggur teikningahefti fyrir nýtt miðsvæði og tún sem er nýtt hverfi sem er fyrirhugað vestan við núverandi byggð á Borg.
Teikningaheftið lagt fram til kynningar.
6. Borgarteigur og L3 - Deiliskipulag
Lagt fram til upplýsinga deiliskipulagstillaga sem er í vinnslu fyrir golfvallarsvæði við Minni-Borg ásamt deiliskipulagstillögu fyrir Borgarteig sem er svæði í flokki L3 við Minni-Borg. Í
tillögunni fyrir Borgarteig er gert ráð fyrir nýrri vegtengingu inn á svæðið og verður eldri vegtenging aflögð.
Lagt fram til kynningar.
7. Athafnasvæði – verkfundargerð dags. 14.08.2023
Fyrir liggur fundargerð frá fyrsta verkfundi um verkið „Athafnasvæði við Sólheimaveg“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. Skipting á Björk – Minnisblað ÍSOR
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 23.05.2023 um skiptingu jarðarinnar Björk 1 og afmörkun vatnstökusvæðis.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?