Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

13. fundur 11. desember 2023 kl. 08:30 - 10:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Börn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Hitaveita:
a. Minnisblað ÍSOR dags. 30.11.2023 um viðbótarvinnslu vatns í Vaðnesi.
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR um forðamat með vatnsborðsspá vegna fyrirhugaðrar aukinnar vatnsvinnslu á svæðinu.
Lagt fram til kynningar.
b. Borun vinnsluholu í Vaðnesi.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar vegna tilboða sem bárust í borun vinnsluholu fyrir heitt vatn í Vaðnesi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 6. desember sl. að taka tilboði lægstbjóðanda, Borlausna ehf. í verkið.
Lagt fram til kynningar.
c. Kynning á núverandi gjaldskrá OV og fyrirhuguðum breytingum ásamt svari OS og ráðuneytis.
Ragnar fór yfir kynningu sem hann hélt fyrir Orkustofnun vegna fyrirliggjandi fjárfestinga í hitaveitu og fyrirhugaðra breytinga á gjaldskrá og innheimtu gjalda.
Lagt fram til kynningar.
2. Fráveita:
a. Kynning á hreinsistöð frá Iðnver.
Á fundinn mætti Pétur Blöndal frá Iðnver og kynnti virkni skólphreinsistöðva sem fyrirtækið býður upp á.
Lagt fram til kynningar.
b. Bréf frá heilbrigðisnefnd og svar við bréfi til kynningar.
Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem sent er til allra aðildarsveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlitsins vegna fráveitumannvirkja í þéttbýli.Í bréfinu er óskað eftir ýmsum upplýsingum um fráveitur í þéttbýli sveitarfélagsins.
Ragnari Guðmundssyni falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og senda Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
3. Stækkun íþróttamiðstöðvar:
a. Minnisblað frá Eflu um uppskiptingu verkefnis.
Fyrir liggur minnisblað Eflu um mismunandi sviðsmyndir útboðsferlis fyrir stækkun íþróttamiðstöðvar. Í minnisblaðinu eru lagðar til þrjár leiðir:
Leið 1: Útboð án jarðvinnu og aðstöðu.
Leið 2: Útboð án innanhússfrágangs.
Leið 3. Uppskipting með staðarstjóra.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að verkið verði boðið út á ný samkvæmt leiðum 1 og 2:
Útboð án jarðvinnu og aðstöðu og jafnframt án innanhússfrágangs.
b. Verðfyrirspurn í jarðvinnu
Fyrir liggja gögn vegna fyrirhugaðrar verðfyrirspurnar í jarðvinnu vegna stækkunar íþróttamiðstöðvar.
Lagt fram til kynningar.
4. Kaldárhöfði: Ragnar fer yfir stöðu framkvæmda.
Ragnar fór yfir stöðu framkvæmda vegna vatnsöflunar úr Kaldárhöfða. Borunum er lokið og talið er að búið sé að finna vatnsstrauminn sem lagt var upp með að finna.
Lagt fram til upplýsinga.
5. Fundargerð dags. 24.11.2023 af 4. verkfundi athafnasvæðis við Sólheimaveg.
Fyrir liggur fundargerð af 4. verkfundi vegna verksins Athafnasvæði við Sólheimaveg.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?