Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

4. fundur 07. apríl 2015 kl. 20:00 - 21:30 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.         Ásýnd hússins.

Sveitarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun vegna lagfæringa á húsinu að utan. Gerð var kostnaðaráætlun vegna málunar, steinunnar, klæðningar með Steni auk glugga í allt húsið. Allir möguleika voru ræddir og var það samhljóma álit húsnefndar að Steni klæðning yrði heppilegsti kosturinn.

Húsnefnd félagsheimilisins Borgar leggur það til við sveitarstjórn að gerð verði verðkönnun í glugga og Steni klæðningu fyrir húsið. Nefndin óskar jafnframt eftir að fá að koma að litavali klæðningarinnar og að Tæknisvið Uppsveita útvegi litaprufur til skoðunar.

 2.        Húsvörður.

Sveitarstjóri sagði frá ákvörðun sveitarstjórnar um að breyta fyrirkomulagi á húsvörslu hússins og þar með hinna húsana líka. Sveitarstjóra og skólastjóra var falið að útfæra fyrirkomulag starfsins. Þeirri vinnu er ekki lokið en ætti að liggja fyrir á vordögum.

 3.        Afmæli.

            Á seinasta fundi húsnefndar var nefndarmönnum falin ýmis verkefni er varða 50 ára afmæli hússins þann 19. febrúar 2016. Rætt var við Kerhólsskóla um að vera með árshátíðarleikritið sitt á afmælinu en það er ekki að gagna upp skólans vegna og í framhaldinu kom sú hugmynd upp að íbúar sveitarfélagsins tækju þátt í leikriti, jafnt ungir sem aldnir. Ungmennfélagið er með stofnfund um leikfélag í lok þessa mánaðar og er ákveðið að sjá hver niðurstaða þess fundar verður. Kvenfélagið mun taka að sér að vera með veislukaffi á afmælinu. Ágúst tók að sér að hafa samband við Böðvar Pálsson á Búrfelli vegna mynda og sögu hússins. Ingibjörg mun athuga með fundargerðir, myndir ofl. hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga.

 4.        Næsti fundur.

Ákveðið er að næsti fundur nefndarinnar verði miðvikudaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00 í stjórnsýsluhúsinu á Borg.

Getum við bætt efni síðunnar?