Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

7. fundur 11. júní 2013 kl. 20:00 - 21:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Sverrir Sigurjónsson formaður
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Áslaug F. Guðmundsdóttir
  • Eva Björk Kristborgardóttir
Sverrir Sigurjónsson

1.        17. júní.  

Líkt og á seinasta fundi var eina umræðuefnið 17. júní hátíðarhöld. Óli kom með þær gleðifréttir að blakstelpurnar ætluðu að taka að sér utanumhald með leikjum, reipitog og pokahlaup. Eva mætti á fundinn til að fá að vita um hvað málið snérist. Sverrir tilkynnti að Gunnar Þorgeirsson oddviti tæki að sér ræðumennsku áður en hann grillaði pylsurnar. Fánar og veifur voru allt saman komið í hús. Umræður spunnust um hvort fjölga ætti leikjum á íþróttavellinum, Evu og Brúney voru gefnar frjálsar hendur með uppröðun og tilhögun leikja, en það haft bak við eyrun að hægt væri að stækka og auka leikjaval í framtíðinni ef sömu aðilar tækju áfram að sér utanumhald. Ákveðið var að nefndarmenn myndu mæta kl 12:30 í félagsheimilið þann 17. júní og taka til það sem þurfti og fara með í sjoppuna.

Rætt var um að nefndin þyrfti að hittast oftar og stuðla að fjölbreyttari samkomum í sveitarfélaginu og ákveðið að hafa fund þess efnis með haustinu.

Getum við bætt efni síðunnar?