Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

30. fundur 11. júní 2019 kl. 16:45 - 18:10 Kerhólsskóla
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      17. júní hátíðardagskrá.

17. júní dagskrá byrjar kl. 13:00

 Skrúðganga hefst frá versluninni Borg kl. 13:00:

  • Sápukúlublásturssveit Grímsnes- og Grafningshrepps – allir með.
  • Lúðrasveit á Ghetto-blaster.
  • Skátar frá Sólheimum fánaberar.
  • Gengið upp Borgarbraut og Félagsheimilið Borg fundið.

 Dagskrá í Félagsheimilinu Borg:

1.      Kynnir/formaður 17. júní nefndar býður gesti velkomna.

2.      Hátíðarræða – Ása Valdís Árnadóttir.

3.      Kynnir kynnir fjallkonu 2019.

4.      Fjallkona gengur inn – Sólheimaskátar standa heiðursvörð.

5.      Hugdís Erla Jóhannsdóttir sigurvegari söngvakeppni Zetor og fulltrúi Zetor í USSS! söngvakeppni.

6.      Hoppukastalar, andlitsmálning, pylsupartý, stoppdans og leikir á íþróttavelli.

a.      Tintron mannar hoppukastala.

b.      Aga og Arndís manna andlistmálningu.

c.       Sveitastjórn mannar grillið.

 

Verkefnalisti:

  • Halli verslar sápukúlur og andlitsmálningu.
  • Sigga tékkar á hljóðkerfi hjá Ingu.
  • Sigga er að semja við hjálparsveitina Tintron um gæslu, uppsetningu og frágang á hoppuköstulum. Steinar og Hjörtur sækja báða kastalana.
  • Sigga athugar hvort Ungmennafélagið geti séð um leiki, s.s. pokahlaup, reiptog á milli, stoppdans á túninu.
  • Dagný athugar með einhvern varðandi kaffisölu. Plan B: Halli athugar hvort Græna kannan getur verið með kaffivagn.
Getum við bætt efni síðunnar?