Fara í efni

Skólanefnd

15. fundur 21. mars 2012 kl. 16:00 - 17:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hilmar Björgvinsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

15. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 21. mars 2012 kl. 16:00 e.h.

 

Fundinn sátu:
      Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
      Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
      Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
      Hilmar Björgvinsson skólastjóri
      Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
      Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

      Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra tilkynnir forföll

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Skóladagatal 2012 - 2013
Hilmar leggur skóladagatal 2012 -2013 fram til kynningar. Það hefur verið unnið í samstarfi við Grunnskóla Bláskógabyggðar til að starfs- og frídagar verði eins mikið og hægt er þeir sömu á báðum stöðum.

 
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri mætti ekki á fundinn fyrr en kl. 16:45

 
Skólastefna
Skólastefnan rædd, útlit og uppsetning. Matarstefna mötuneytisnefndar lögð fram til kynningar. Ákveðið að ræða við Hrund skólastjóra í Bláskógabyggð um að fá 9. og 10. bekk einn dag fyrr heim úr skólanum til að ræða skólastefnuna. Ákveðið var að afhenda starfsfólki skólans skólastefnuna til yfirlestrar og hitta hópinn í framhaldi af því. Stefnt er að því að leggja fram drög að skólastefnu fyrir sveitarstjórn 16. maí n.k.

 
Önnur mál
Fræðslunefnd óskar eftir að sveitarstjórn geri athugasemdir við tímasetningu samræmdu prófanna í haust, þar sem þau eru á sama tíma og réttir og smalamennskur.

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 17:40

Getum við bætt efni síðunnar?