Fara í efni

Skólanefnd

49. fundur 19. október 2015 kl. 08:15 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjornar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Þóranna Lilja Snorradóttir fulltrúi grunnskóladeildar og varamaður Bjarna Þorkelssonar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

49. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 19. nóvember 2015 kl. 8:15.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjornar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Þóranna Lilja Snorradóttir, fulltrúi grunnskóladeildar og varamaður Bjarna Þorkelssonar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Starfsáætlun.
Farið yfir starfsáætlun og gerðar athugasemdir. Sigmar og Jóna munu laga skjalið og senda aftur á nefndina og kennara til yfirlestrar.

 
Skólapúlsinn niðurstöður.
Könnun var gerð á meðal starfsfólks Kerhólsskóla í febrúar og mars 2015. Á áætlun er að hafa könnun fyrir starfsfólk hvert ár  fyrst um sinn og annað hvert ár fyrir nemendur og foreldra.

Farið yfir umbótaráætlun fyrir leik- og grunnskóladeild sem kynnt verður fyrir starfsmönnum Kerhólsskóla á næstu dögum.

Á áætlun er að gera Skólapúlskönnun á meðal nemenda og foreldra í byrjun árs 2016. Rætt  um að gera nýja könnun meðal starfsmanna í byrjun árs 2016 til að sjá hvort að einhver breyting hefur átt sér stað, þar sem að miklar mannabreytingar hafa átt sér stað frá því að síðasta könnun var gerð.

 
Skólastefna yfirfarin.
Farið yfir Skólastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.Skjalið verður lagað til og lagt aftur fyrir á næsta fundi.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?