Fara í efni

Skólanefnd

89. fundur 26. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1.  Yfirlit yfir skólastarfið í vetur.

Jóna Björg skólastjóri fór yfir eftirfarandi skýrslu:

Hvernig hefur skólastarfið gengið í vetur?

Starfið í vetur hefur markast af COVID og veikindum starfsmanna (engin með covid) bæði leik- og grunnskóladeildar.

Strax í haust skiptum við skólanum í 3 hólf og þurftum þá að fara í flutninga með miðstigið og frístundina sem að svissuðu á svæðum. Leikskóladeildin var eitt hólf og grunnskóladeildinni var skipt upp í tvö hólf yngstastig sér og mið og unglingastig saman. Þetta var gert til að geta haldið börnum innan hvers hólfs án þess að umgangast fólk úr öðru hólfi og koma í veg fyrir sameiginlega snertifleti. Breyttum einnig stundatöflum mið og unglingastiga svo nemendur (hólfin) voru á t.d á mismunandi tímum að borða,  í kaffitímum, frímínútum og hádegismat.

En nú erum við ekki lengur í þessum þremur hólfum og búið að breyta stundartöflunum til baka. Leikskóladeildin heldur sér svolítið sér ennþá, eru t.d enn með sér kaffistofu. Börn í leikskóladeildinni eru aftur farin að fara í tíma á bókasafninu, í íþróttir og hjá 1. bekkjar kennara.

Það sem af er vetri hefur verið heilmikil áskorun og oft á tíðum erfitt fyrir allt starfsfólk og nemendur en vegna samstöðu og sveigjanleika starfsfólks þá hefur gengið vel að mínu mati.

Stjórnendur eru að klára starfsmannasamtal nr. tvö  af fjórum. Þar kemur fram að flestum finnst veturinn hafa gengið vel að mestu leyti en ýmsar áskoranir hefur fólk verið að glíma við en að mínu mati þá hafa allir gert sitt besta og gengið vel.

Við pössum að fylgjast vel með reglugerðarbreytingum frá heilbrigðisráðherra og tilmælum frá almannavörnum. Sveitarstjórnin hefur staðið vel við bakið á skólanum og stutt vel við allt sem hefur þurft að gera.

Fræðslunefnd þakkar fyrir vel unnin störf allra starfsmanna í þessum erfiðu verkefnum enda hafa allir staðið sig mjög vel. 

Skólinn er tilbúin til að gera breytingar aftur ef að Covid aðstæður breytast til hins verra. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar hvað varðar frísundaklúbb sem hefur fengið húsnæði á efri hæð yfir félagsheimili.

 2.  Fundargerð Skólaráðs.

Fundargerð skólaráðs lögð fyrir til kynningar.

3.   Innramatsskýrsla Kerhólsskóla.

Innramatsskýrsla Kerhólsskóla lögð fyrir til kynningar og umræðu.

 4.  Skólastefnan.

Unnið að áfangamarkmiðum skólastefnunnar.

Farið var yfir áfangamarkmið og þau sett niður.

5.  Næsti fundur.

Þriðjudaginn 16. febrúar klukkan 8:15 til 10:00.

Næstu fundir voru ákveðnir 23. mars og 20. apríl.

Getum við bætt efni síðunnar?