Fara í efni

Skólanefnd

91. fundur 22. mars 2021 kl. 08:15 - 09:30 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Gestir: Ragnheiður Hergeirsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og Hrafnhildur Karlsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1.  Heimsókn frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður og Hrafnhildur Karlsdóttir, kennsluráðgjafi kynntu heildstæða þjónustu fyrir börn og fjölskyldur í Árnesþingi.

Fræðslunefnd þakkar góða yfirferð og gott samtal um málefni þjónustunnar og framtíðarsýn hennar. Glærur þeirra fylgja með fundargerð.

 2.  Skóladagatal, síðari umræða.

Önnur umræða um drög að skóladagatali. Skóladagatalið er samþykkt með fyrirvara um að hægt sé að fara í námsferð starfsmanna í apríl 2022. Náist það ekki þarf að endurskoða dagatalið með tilliti til starfsdaga. 19. og 20. apríl verða þannig bara starfsdagar ef að hægt er að fara í starfsmannaferð. Komi ekki til ferðarinnar verður annar dagurinn færður til 3. janúar en hinn fellur niður enda er hann aukadagur. Einnig verður þá starfsdagur í leikskólanum 27. maí.  Meðfylgjandi eru báðar útgáfur af skóladagatalinu.

3.   Skipun fulltrúa kennara og nemenda í starfshóp fræðslunefndar um aðbúnað.

Skipaðir hafa verið fulltrúar fræðslunefndar  og foreldra þau Pétur Thomsen og Íris Gunnarsdóttir. Enn á eftir að skipa fulltrúa kennara og nemenda. Stefnt er á að fara í vettvangsferð og hefja störf eftir páska. Tilnefningar verða sendar formanni fræðslunefndar.  

 4.  Næsti fundur.

Næsti fundur er boðaður þriðjudaginn 20. apríl klukkan 8:15 í Félagsheimilinu Borg.

 

Getum við bætt efni síðunnar?