Fara í efni

Skólanefnd

11. fundur 29. ágúst 2023 kl. 14:15 - 15:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katarzyna Wozniczka fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdótttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Anna Katarzyna Wozniczka.

1. Yfirlit yfir skólastarfið í upphafi skólaárs
• Farið var yfir starfsmannamál – skólastjóri staðfesti að fullmannað væri í skólanum.
• Vinnuvikustytting rædd – á leikskólastigi var ákveðið að taka einn heilan dag á tveggja vikna fresti; á grunnskólastig var búið að senda erindi með tillögu að fyrirkomulagi til sveitarstjórnar.
• Búið er að skipuleggja fundi fyrir heilt skólaár, skólastjóri mun deila fundaryfirliti með skólanefndinni.
• Rætt var um námfserð til Ítaliu síðastliðið vor sem gekk mjög vel og ný þekking hefur nýst í endurskipulagningu á starfi. Einnig fór einn kennari á námskeið um útinám sem verið er að þróa í skólanum.
• Skoða skal staðsetningu fyrir tónlistarstofu fyrir tónlistarskólann.
• Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun skólans en hún verður tilbúin fyrir næsta fund skólanefndar. Heiti verkefnastjóra var breytt í deildarstjóra en sú breyting hefur ekki áhrif á starfslýsinguna né laun. Engar athugasemdir við starfsáætlun.
2. Erindi frá ADHD samtökunum (sjá viðhengi)
Sveitarfélaginu hefur borist beiðni um styrk frá ADHD samtökum. Rætt var um gott samstarf við samtökin bæði af hálfu skólans og félagsþjónustunar hingað til. Skólinn mælir því með að sveitarstjórn taki jákvætt við beiðni um styrk vegna þess að skólinn og foreldrar hafa nýtt sér mikið þjónustu þeirra. Ákvörðun um upphæð styrksins er falin sveitarsjtórn.
3. Fyrirhuguð kynning á breytingum á aðalnámskrá leiksskóla
Fulltrúar Kerhólsskóla munu fara á kynningu á breytingum á aðalnámskrá leiksskóla sem haldin verður þann 13. september kl. 15:30 á Hótel Vatnsholti í Villingaholti, Árnessýslu. Einnig stendum öllum til boða fjarkynning á Teams þann 19. september kl.15.30.Mælt er með að fulltrúar nefndarinnar kynni sér breytingarnar.
4. Verkefni skólanefndar í vetur
Rætt var um skólaþing og ákveðið að halda það þann 24.02.2024. Á þinginu verður farið yfir áherslur í skólastefnu sveitarfélagsins og markmiðin endurskoðuð. Sú hugmynd kom upp um að fá innlegg frá nemendunum skólans. Fyrir næsta fund skólanefndar mun skólinn safna saman uppástungum frá kennurum um þemu á skólaþinginu.
5. Næstu fundartímar
Ákveðið var að næstu fundir skólanefndar verða haldnir:
26. september 2023, kl. 14:15
24. október 2023, kl. 14:15
21. nóvember 2023, kl. 14:15
Fundi í desember 2023 verður bætt við ef þess þarf.
6. Rýmisúttekt á skólahúsnæðinu
Rætt var um rýmisúttekt á skólahúsnæðinu en búið er að hafa samband við Arkitektafélag Íslands og fengið upplýsingar um mögulegan úttektaraðila hjá Reykjavíkurborg. Málið verður skoðað nánar.
7. Gjaldskrá í leikskóla og frístund
Búið er að setja upplýsingar um gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma í leikskóla og frístund í gjaldskrá sveitarfélagsins. Gjaldið tekur gildi 1. október 2023. Ákveðið var að vera með tvær skriflegar viðvaranir á skólaárinu áður en greiðslu þess gjalds verður krafist. Senda þarf bréf til allra foreldra með upplýsingum um gjaldið.
8. Fjárhagsáætlun 2024
Skólinn þarf að skila tillögum vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2024 til skólanefndar hið fyrsta.

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 26.09.2023, kl. 14:15.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:40.

Getum við bætt efni síðunnar?