Fara í efni

Sveitarstjórn

340. fundur 05. febrúar 2014 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. janúar 2014.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. janúar 2014 liggur frammi á fundinum.

  
2.     Fundargerðir.

a)     67. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 30. janúar 2014.

Mál nr. 7, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 67. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 30. janúar 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 7: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 30. janúar 2014.

Mál nr. 12: Askbr. Grímsnes og Grafn. – Miðengi_Bústjórabyggð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 13: Dskbr. Miðengi - Bústjórabyggð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 14: Fyrirspurn_Tjarnarholtsmýri 15

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
b)    Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   21. janúar 2014.
Fundargerðin lögð fram.

 
c)     Fundargerð 16. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 6. desember 2013.

Fundargerðin lögð fram.

 
3.       Hækkun á yfirdráttarheimild.
Fyrir liggur tillaga frá sveitarstjóra að yfirdráttarheimild á bankareikning sveitarfélagsins verði hækkuð um 30 milljónir króna til 15. maí n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir þessari hækkun hjá viðskiptabanka sínum.

 
4.       Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2014.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 24. janúar 2014 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 280.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar.

 
5.       Bréf frá Reyni Karlssyni hrl. f.h. Hannesar G. Ingólfssonar vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
Fyrir liggur bréf frá Reyni Karlssyni hrl. f.h. Hannesar G. Ingólfssonar, dagsett 9. janúar 2014 vegna hitaveitu að Litla-Hálsi. Sveitarstjórn vísar erindinu til lögmanns sveitarfélagsins Sigurðar Jónssonar hrl.

 
6.       Svarbréf frá Sigurði Jónssyni hrl. f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps til Reynis Karlssonar vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Sigurði Jónssyni hrl, við bréfi frá Reyni Karlssyni hrl. f.h. Hannesar G. Ingólfssonar, dagsett 28. janúar 2014 vegna hitaveitu að Litla-Hálsi. Sveitarstjóra falið að gera nauðsynlegar breytingar á bréfinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Málinu frestað.

 
7.       Bréf frá Óbyggðanefnd um kröfur íslenska ríkisins um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum ásamt Langjökli og opinber kynning óbyggðarnefndar á þeim.
Fyrir liggur bréf frá Óbyggðanefnd, dagsett 20. janúar 2014 um kröfur íslenska ríkisins um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum ásamt Langjökli og opinber kynning óbyggðarnefndar á þeim. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að fara yfir málið og gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
8.       Bréf frá Skipulagsstofnun um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 20. janúar 2014 um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015 – 2026. Erindið lagt fram. 


9.      
Beiðni um styrk frá NKG-verkefnalausnum til innleiðingar á nýsköpunarmennt í grunnskólum.
Fyrir liggur beiðni um styrk að fjárhæð kr. 35.000 – 250.000frá NKG-verkefnalausnum til innleiðingar á nýsköpunarmennt í grunnskólum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

  
10.    Beiðni um styrk frá Samanhópnum til framleiðslu á forvarnarmyndbandi þar sem foreldrar eru hvattir til að gera eitthvað saman með börnum sínum og huga að velferð þeirra.
Fyrir liggur beiðni um styrk að fjárhæð kr. 50.000 frá Samanhópnum til framleiðslu á forvarnarmyndbandi þar sem foreldrar eru hvattir til að gera eitthvað saman með börnum sínum og huga að velferð þeirra. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga (EES-reglur og kærunefnd), 249. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
12.    Bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur þar sem lögð er áhersla á að hitaveitur, dreifiveitur og flutningsfyrirtæki raforku gæti ýtrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar.
Fyrir liggur bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, dagsett 13. janúar 2014 þar sem lögð er áhersla á að hitaveitur, dreifiveitur og flutningsfyrirtæki raforku gæti ýtrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar. Erindið lagt fram.

 
13.    Bréf frá forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni þar sem skorað er á sveitarfélög að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu.
Fyrir liggur bréf frá forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni, dagsett 13. janúar 2014 þar sem skorað er á sveitarfélög að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu. Erindið lagt fram.

 
14.    Verksamningur um lokafrágang nýrrar skólabyggingar.
Fyrir liggur verksamningur við Pálmatré ehf. um lokafrágang nýrrar skólabyggingar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð Pálmatrés ehf. og felur sveitastjóra / oddvita að undirrita verksamning.

 
Til kynningar
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur 2013.
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla október 2013 til janúar 2014.
Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 20. febrúar 2014.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50

Getum við bætt efni síðunnar?