Fara í efni

Sveitarstjórn

359. fundur 17. desember 2014 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Hæstaréttardómur nr. 82/2014, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Blikalóni ehf.

Á fundinn kom lögmaður sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl. til að fara yfir nýfallin dóm Hæstaréttar og afleiðingar hans. Jafnframt var lögmanni falið að taka saman minnispunkta um áhrif dómsins á skipulagsbreytingar.

 
2.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. desember 2014.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. desember 2014 liggur frammi á fundinum.

 
3.     Fundargerðir.

a)     81. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 4. desember 2014.

Mál nr. 3, 4, 8, 11 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 81. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 4. desember 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Nesjavallavirkjun, framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða / með þremur atkvæðum að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdarleyfi fyrir borun niðurrennslisholu í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Jafnframt vill sveitarstjórn beina því til Orku náttúrunnar að fara í vinnu við heildarendurskoðun deiliskipulags Nesjavalla.

Mál nr. 4: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. nóvember til 3. desember 2014.

Mál nr. 8: Sel 1 168275
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn um byggingu gistihúss á jörðinni og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa og er honum falið að svara þeirri athugasemd sem komið hefur. Er því jafnframt beint til umsækjenda að stofna sérstaka lóð utan um fyrirhugað hús.

Mál nr. 11: Upphæðir 15: Sólheimar: Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og lítur svo á að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um lagfæringu á gögnum. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 15: Ísgöng í Langjökli: Beiðni um umsögn
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við framlögð gögn.


b)    Fundargerð 40. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 1. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)     Fundargerð 11. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)    Fundargerð 12. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)     Fundargerð 13. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 2. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)     Fundargerð 3. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)    Fundargerð 4. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   8. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið nr. 1, málefni skólaþjónustunar þar sem fram kemur að ráða þurfi sálfræðing í 50% starfshlutfall til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.

4.   Samstarfssamningur um verkun og förgun seyru.
Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps um verkun og förgun seyru. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.

Einnig liggja fyrir drög að afnotasamningi milli Hrunamannahrepps og Tæknisviðs Uppsveita af lóðinni Gámasvæði 2, Flúðum, til afnota við verkun seyru. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi afnotasamning.

 

5.   Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógbyggðar um styrk til að bjóða foreldrum upp á fræðslu eða kynningu á efni sem varðar uppeldi og menntun barna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500 á hvern nemanda úr Grímsnes- og Grafningshreppi.

 
6.   Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2015.
Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2015 þar sem markmið verkefnisins er að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður – Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Beiðni um styrk frá Sambandi sunnlenskra kvenna vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands.
Fyrir liggur beiðni frá Sambandi sunnlenskra kvenna um styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Hótel Selfoss dagana 9. - 11. október 2015. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.       Beiðni um styrk frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna eldvarnarátaksins 2014.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna árlegs eldvarnarátaks. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 5. desember 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 1, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 

10.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 14, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 5. desember 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 14, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 
11.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 18, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 5. desember 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 18, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.


12.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 25, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 5. desember 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Þrastahólum 25, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 
13.    Afrit af bréfi frá Flóahreppi til Tæknisviðs Uppsveita þar sem óskað er eftir inngöngu í tæknisviðið.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Flóahreppi til Tæknisviðs Uppsveita þar sem óskað er eftir inngöngu í tæknisviðið. Bréfið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita að ræða við oddvita uppsveitanna um útfærslu á verkefninu. Sveitarstjórn leggur til að Tæknisvið uppsveitanna og Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs. verði sameinað.

 
14.    Bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna óskar Grímsnes- og Grafningshrepps um frest á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015-2018.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 11. desember 2014 vegna óskar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um frest á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015-2018. Ráðuneytið varð við ósk sveitarstjórnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
15.    Tillaga starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma.
Fyrir liggur tillaga starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma í Árnessýslu. Lagt fram til kynningar.

 
16.    Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sólheimum um brennuleyfi fyrir þrettándabrennu á Sólheimum þann 6. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennuleyfið.

 
17.    Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Jafnframt er lagt fram bréf sveitarstjóra um að leyfið hefði verið veitt og gengið hefði verið frá viðeigandi tryggingum. Sveitarstjórn staðfestir bréf sveitarstjóra.

 
18.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 211. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
19.    Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

20.    Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshreppur, Seyðishólar-Kerbyggð.
Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 20. nóvember s.l. var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir áliti frá lögmanni sveitarfélagsins. Fyrir liggur álit lögmannsins og frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins. Oddvita og skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeigendur.

 

21.    Deiliskipulagsbreyting, Seyðishólar-Kerbyggð.
Málinu frestað.

 

22.    Gatnagerðargjöld.
Í byrjun árs 2014 var samþykkt af sveitarstjórn að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum í þéttbýli út árið 2014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afslátturinn verði áfram út árið 2015.

 
23.    Fjárhagsáætlun 2015-2018, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                                43.302

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                      16.286                                                                                                               

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                           95.841

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                105.041

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 67 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði og fráveitu.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga né sölu eigna.

 
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2015                         2016                           2017

Tekjur                                731.509                   740.718                     750.847

Gjöld                                 651.369                    653.453                     655.235

Fjármagnsgjöld                  52.934                      50.438                         48.297

Rekstrarafgangur                          27.206                       36.826                         47.316

Eignir                            1.634.233                  1.651.053                    1.675.321

Skuldir                             974.079                     954.073                       931.026

Eigið fé                           660.153                      696.979                      744.295

Fjárfestingar (nettó)         56.000                        67.000                         22.000

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2015 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2016-2018.

 

 
24.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 7. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 21. janúar 2015, kl. 9:00.

 

  

Til kynningar
ü  SASS.  Fundargerð  488. stjórnarfundar 12.12 2014.
ü  Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 10. desember 2014 þar sem fram kemur að auglýst verði eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017.
ü  Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 12. desember 2014 þar sem fram kemur bókun fulltrúa af 39. Sambandsráðsfundi UMFÍ.
ü  Áhrif tímarit um vímuefnamál og forvarnir, 1. tbl. 17. árg. 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
ü  Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023.
-liggur frammi á fundinum-.
ü  Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023, umhverfisskýrsla.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:45

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?