Fara í efni

Sveitarstjórn

385. fundur 02. mars 2016 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ása Valdís Árnadóttir í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

 

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. febrúar 2016.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. febrúar 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      105. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. febrúar 2016.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 105. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. febrúar 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1511003 - Efri-Brú Sökk lóð 5 lnr. 198862: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á landi sem heitir Sökk lóð 5 úr landi Efri-Brúar. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Tvær athugasemdir bárust sem báðar varða suður landamörk svæðisins, þ.e. að afmörkun svæðisins miðist ekki við þá girðingu sem hefur afmarkað landið. Jafnframt liggur fyrir að umsækjandi deiliskipulags óskar eftir að deiliskipulaginu verði breytt til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með fyrirliggjandi breytingu.

Mál nr. 2: 1602013 - Borgarbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – bílgeymsla.
Fyrir liggur umsókn um að byggja bílgeymslu með tengibyggingu við einbýlishús úr timbri 49,2 m2. Heildarstærð 167,3 m2 og 585,6 m3. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er eingöngu heimilt að reisa 36 m2 bílskúr án tengingu við íbúðarhúsið og miðast byggingarreitur við það. Í ljósi þess að á aðliggjandi lóð, Borgarbraut 8, var deiliskipulagi breytt til að heimila sambærilega framkvæmd samþykkir sveitarstjórn samhljóða að breyta deiliskipulaginu til samræmis við ofangreinda umsókn. Breytingin er að mati sveitarstjórnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem aðliggjandi hagsmunaaðili er leyfisveitandinn.

 
Mál nr. 3: 1602038 - Ljósafossskóli sundlaug lnr. 168930: Breyting á heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn um breytingu á heiti lóðarinnar Ljósafossskóli sundlaug lnr. 168930. Lagðar eru fram 3 tillögur að nafni, 1. Ljósafoss, 2. Ljósafoss 1 og 3. Ljósatröð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu 3, Ljósatröð.

Mál nr. 4: 1602040 - Klausturhólar 10 lnr. 168962: Breyting frístundasvæðis í landbúðarsvæði: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Klausturhólar 10 lnr. 168962, dags. 17. febrúar 2016 um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps á þann veg að hægt verði að stofna smábýli á lóðinni sem er 3 ha að stærð. Markmið breytingarinnar er að geta haft fasta búsetu og einnig byggja upp ferðaþjónustu. Sveitarstjórn vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 5: 1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Karls Jónssonar, dags. 16. febrúar 2016 um heimild til útbúa jarðbað/náttúrulaug við núverandi fjárhús í landi Hæðarenda lnr. 168254 og jafnframt breyta fjárhúsunum í aðstöðu fyrir baðgesti. Að mati sveitarstjórnar er umsóknin í samræmi við ákvæði aðalskipulags um að á landbúnaðarsvæðum megi gera ráð fyrir takmarkaðri þjónustu og léttum iðnaði sem einkum þjónar ferðaþjónustu eða frístundabyggðum (bls. 83 í greinargerð). Í ljósi nálægðar við aðliggjandi frístundabyggð telur sveitarstjórn að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið áður en samþykkt verði að breyta notkun núverandi húsa úr fjárhúsi í aðstöðu fyrir baðgesti.

Mál nr. 6: 1602054 - Mosfellsheiði: Borun niðurrennslisholu og eftirlitsholna: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku Náttúrunnar, dags. 16. febrúar 2016 um framkvæmdaleyfi vegna borunar nýrrar niðurrennslisholu á Mosfellsheiði og sumarförgunar á heitu vatni í hana. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að veitt verði framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsögn með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og annarra viðeigandi umsagnaraðila.

Mál nr. 7: 1602048 - Grænahlíð: Efri-Brú: Íbúðasvæði: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn um breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuhlíðar (2. áfangi Stapabyggðar) úr landi Efri-Brúar. Deiliskipulagið skarast lítillega við afmörkun skipulagssvæðis aðliggjandi frístundabyggðar (1. áfangi Stapabyggðar) og með breytingunni er verið að lagfæra það. Ekki hafa verið stofnaðar lóðir á skipulagssvæðinu og eru eigendur því einu hagsmunaaðilarnir á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki eru um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjendur.

Mál nr. 25: 1602004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-24.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. febrúar 2016.

 
b)     Fundargerð 33. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,                  25. febrúar 2016.
Sveitarstjórn leggur til að farið verði að tillögum R3 ráðgjafar um að ráðinn verði rekstrarstjóri við nýtt sameinað embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa. Rekstrarstjóri verði ráðinn af stjórn og beri ábyrgð á öllum daglegum rekstri embættisins. Sveitarstjórn leggur einnig til að embættið verði aðeins með eina starfsstöð.

Hörður Óli Guðmundsson leggur til að stjórn byggðarsamlagsins fari með  rekstrarstjórn Skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.

Ingibjörg Harðardóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

 
3.        Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2016.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 22. febrúar 2016 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 320.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
4.    Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 8. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 22. febrúar 2016 þar sem tilgreint er að  aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 8. apríl n.k. og óskað eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

 
5.    Annáll 2015 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll ársins 2015 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2015. Annállinn lagður fram til kynningar.

 
6.    N4 – Að sunnan.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sjónvarpsstöðinni N4, dags. 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin á Suðurlandi til að gera framhald á þættinum „Að sunnan“. Áætlað er að gera 36 þætti í viðbót á næstu 12 mánuðum. Kostnaður sveitarfélagsins yrði kr. 750.000 sem myndu greiðast í tvennu lagi, þ.e. 500.000 kr. á árinu 2016 og 250.000 kr. í ársbyrjun 2017. Sveitarstjórn hafnar því að taka þátt í verkefninu.

 
7.        Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun ásamt skýrslu Capacent vegna úttektar á samráðsferli Landskipulagsstefnu 2015-2026.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dags. 12. febrúar 2016 þar sem kynnt er skýrsla Capacent vegna úttektar á samráðsferli Landskipulagsstefnu 2015 – 2026. Einnig liggur fyrir skýrslan frá Capacent. Lagt fram til kynningar.

 
8.        Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
9.        Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
10.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
Sveitarstjórn leggst gegn samþykkt frumvarpsins og leggur til að lagt verði á komugjald.

 
11.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
12.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
13.    Fulltrúi í kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi K-lista í kjörstjórn, Birgir Thomsen er fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Önnu Margréti Sigurðardóttur sem aðalfulltrúa sinn í kjörstjórn út kjörtímabilið 2014 – 2018.

  
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  505. stjórnarfundar 05.02 2016.
SÍBS blaðið, 1. tbl. 32. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?