Fara í efni

Sveitarstjórn

418. fundur 03. október 2017 kl. 09:00 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. september 2017.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. september 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 18. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. ágúst 2017.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 18. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. ágúst 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Aðstaða í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir að settur verði nýr gangnamannakofi í Kerlingu í stað þess sem fyrir er og að settar verði rennur á hesthúsið til vatnssöfnunar fyrir hross. Sveitarstjórn beinir því til fjallskilanefndar að koma með tillögur að útfærslu svo hægt verði að gera ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun næsta árs.

b)     Fundargerð 141. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 28. september 2017.

Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 141. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 28. september 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1709088 - Öndverðarnes 2 lóð (Selvíkurvegur 9) lnr. 170139: Niðurrif og endurbygging: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs M. Sigmundssonar, dags. 18. september 2017 um heimild til að rífa gamlan bústað á lóðinni við Selvíkurvegur 9 samhliða því að óska eftir rétti til að byggja nýtt hús á lóðinni. Lóðin er skráð 2.500 m2 og núverandi hús er skráð 88,1 m2. Jafnframt er lagt fram bréf, dags. 16. september 2017 með nánari lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að húsið verði rifið í samráði við byggingarfulltrúa og gerir ekki athugasemdir við að byggt verði nýtt hús á lóðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag. Huga þarf að því að nýtt hús fari ekki nær lóðarmörkum en núverandi hús.

Mál nr. 11: 1709055 - Neðra-Apavatn lóð (169309): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn Hildar Gunnarsdóttur, dags. 8. september 2017 um tilkynningarskylda framkvæmd á lóðinni Neðra-Apavatn lóð 169309. Um er að ræða stækkun á núverandi frístundahúsi úr 55 m2 í 90,8 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslag fyrir eigendum aðliggjandi lóða. Ef engar athugasemdir berast vísar sveitarstjórn málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 12: 1709092 - Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1: Landbúnaðarsvæði með lögbýlisrétti: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Ólafs E Hjaltested og Svanfríðar Sigurþórsdóttur, dags. 19. september 2017, ásamt erindi dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Óskað er eftir að svæði sem nær yfir lóðirnar Heiðarbrún 2, 4, 6, 8 og 10 verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og að heimilt verði að sækja um lögbýli á lóðunum sem eru frá 4,5 til 8,4 h að stærð. Sveitarstjórn vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er í gangi. Skipulagsfulltrúa falið að senda formlega kynningu til lóðarhafa að Heiðarbrún 2.

Mál nr. 13: 1709097 - Brúarholt land lnr. 175456: Stapabyggð: Stofnun og skráning opinna svæða.
Fyrir liggur umsókn Birkis Böðvarssonar, dags. 18. september 2017, f.h. eigenda Brúarholts land (175456) um stofnun 202.710 m2 spildu í samræmi við meðfylgjandi lóðablað. Um er að ræða svæði utan lóða (vegir, leiksvæði og opin svæði) innan deiliskipulagssvæði Stapabyggðar og Brekkna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun landsins og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 14: 1709031 - Hallkelshólar lóð 105: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Hallkelshólar lóð 105 (lnr. 219606) um tilkynningu framkvæmdar við stækkun á sumarhúsi úr 22,6 m2 í 52,6 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Þar sem húsið er innan við 60 m2 er ekki talin þörf á grenndarkynningu og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 15: 1708025 - Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Kóngsvegur 21A og Farbraut 5 í landi Norðurkots. Í tillögunni sem grenndarkynnt var fyrir eigendum Kóngsvegar 21 með bréfi, dags. 24. ágúst 2017 er gert ráð fyrir að lóðin Kóngsvegur 21a stækki á kostnað Farbrautar 5. Athugasemd barst frá Pétri Fannari Gíslasyni hdl. f.h. eigenda Kóngsvegar 21 með bréf,i dags. 21. september 2017. Afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemd.

Mál nr. 16: 1708072 - Skáli lnr. 213131: Skáli 2: Stofnun lóðar: Fyrirspurn.
Lögð fram að nýju fyrirspurn Eflu verkfræðistofu, dags. 25. ágúst 2017, f.h. landeigenda Skála lnr. 213131, um breytingu á deiliskipulagi landsins. Í breytingunni felst að landinu verði skipt í tvær um 5 ha spildur. Er breytingin nú lögð fram með samþykki eigenda aðliggjandi lands sbr. meðfylgjandi gögn. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er þörf á grenndarkynningu þar sem fyrir liggur að eigendur aðliggjandi lands gera ekki athugasemdir við breytinguna.

Mál nr. 17: 1709125 - Hraunbraut 6 og 8: Borg: deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgar sem nær til lóðanna Hraunbraut 6 og 8 sem báðar er 4.500 m2 að stærð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja á lóðunum íbúðarhús en einnig hús fyrir atvinnustarfsemi. Samkvæmt tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að í stað þessa verði gert ráð fyrir byggingu þriggja íbúða raðhúss á hvorri lóð fyrir sig. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum við Hraunbraut.

Mál nr. 24: 1709003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-63.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. september 2017.

c)      Fundargerð 16. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 29. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 17. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 19. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 18. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 29. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 20. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 19. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Reglur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fyrir liggja drög að endurnýjuðum reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
4.        Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. vegna ágreiningar um gjaldstofn fasteignaskatts fyrir árið 2017 á Ásabraut 2 – 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur svarbréf Óskar Sigurðssonar hrl., dags. 21. september 2017 vegna ágreinings um gjaldstofn fasteignaskatts fyrir árið 2017 á Ásabraut 2 – 4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kiðjabergi lóð 77, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. september 2017  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kiðjabergi lóð 77, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

  
6.        Tölvupóstur frá formanni Velferðarvaktarinnar, Siv Friðleifsdóttur þar sem kynntar eru niðurstöður könnun Velferðarvaktarinnar um kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna.
Fyrir liggur tölvupóstur frá formanni Velferðarvaktarinnar, Siv Friðleifsdóttur, dags. 19. september 2017 ásamt skýrslu Velferðarvaktarinnar um niðurstöðu könnunar um kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna. Lagt fram til kynningar.

  

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 181. stjórnarfundar 22.09 2017.
Leikfélagið Borg, aðalfundargerð og skýrsla stjórnar 08.06 2017.
Leikfélagið Borg, ársreikningur 2016.
Minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga af umræðu og upplýsingafundi um innkaupamál sveitarfélaga.
Vottunarstofan Tún, aðalfundargerð 22.08 2017.
Vottunarstofan Tún, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2016.
-liggur frammi á fundinum-.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ársskýrsla 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?