Fara í efni

Sveitarstjórn

447. fundur 09. janúar 2019 kl. 09:00 - 11:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. desember 2018.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. desember 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 75. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 21. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. desember 2018.

Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 21. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 17. desember 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Næturhólf og ragaðstaða við Stangarháls.
Fjallskilanefnd óskar eftir að gert verði næturhólf fyrir fé með innrekstrar vængjum og aðstöðu til að setja fé á bíl við Stangarháls fyrir haustið 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að koma aðstöðunni upp, fáist til þess leyfi landeigenda. Oddvita falið að vinna málið áfram.

Mál nr. 3: Grafningsréttir.
Fyrir liggur að núverandi réttir á Selflötum (í landi Úlfljótsvatns) eru komnar á það stig að það mun þurfa að eyða talsverðum fjármunum í þær til að hægt sé að rétta í þeim að ári. Vegna ónýtra fjallgirðinga í landi Króks og Villingavatns hafa smalaleiðir breyst svo um munar, smalasvæði hefur stækkað og nær niður að Grafningsvegi og því væri hentugast fyrir féð, smala og bændur og réttirnar yrðu fluttar niður undir Grafningsveg. Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að hafnar verði viðræður við landeigendur Úlfljótsvatns hvort hægt sé að flytja réttirnar niður undir veg við ristahlið á mörkum Úlfljótsvatns og Villingavatns. Réttirnar yrðu þá enn í landi Úlfljótsvatns. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðni fjallskilanefndar og felur oddvita að vinna málið áfram.

c)      Fundargerð 13. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 7. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 9. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 10. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 11. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 1. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 19. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Íbúaþing.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að haldið verði íbúaþing þann 21. mars 2019 þar sem nefndir sveitarfélagsins vinni að gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið í samvinnu við íbúa. Sveitarstjórn felur oddvita, tómstunda- og félagsmálafulltrúa og nefndum sveitarfélagsins að leggja grunn að íbúaþinginu.

 
4.        Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps.
Samkvæmt lögum nr. 44/1998 og reglugerð nr. 1248/2018 liggur fyrir að gera þarf húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið. Fyrir liggja þrjú tilboð í gerð húsnæðisáætlunarinnar, frá Eflu verkfræðistofu, KPMG ehf. og VSÓ ráðgjöf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði frá VSÓ ráðgjöf. Oddvita / sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.

 
5.        Úrgangsmál og endurvinnsla.
Frá árinu 2009 hefur óflokkaður úrgangur frá sveitarfélögum á Suðurlandi verið fluttur til urðunar í Álfsnesi í samræmi við samkomulag SORPU og Sorpstöðvar Suðurlands, sem gengið var frá í framhaldi af lokun urðunarstaðar Sunnlendinga í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi árið 2009. Síðustu misseri hefur móttaka úrgangsins verið háð skilyrðum af hálfu SORPU, m.a. um að Sunnlendingar leggi til urðunarstað fyrir hluta af þeim úrgangi sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu. Leit Sunnlendinga að urðunarstað hefur ekki enn borið árangur og því telja forsvarsmenn SORPU að forsendur samkomulagsins séu brostnar.

Sunnlendingar hafa þegar ráðist í ýmsar úrbætur í flokkun úrgangs og ætlunin er að ganga enn lengra í þeim efnum í tengslum við útflutning óflokkaða hlutans. Þannig hefur sérsöfnun lífræns úrgangs þegar verið tekið upp í meirihluta sveitarfélaga á svæðinu og verður tekin upp innan hálfs árs í þeim sveitarfélögum sem eftir standa. Jafnframt verður gert átak í sérsöfnun annars endurvinnsluefnis. Þessar aðgerðir þurfa jafnt að taka til heimila, stofnana, fyrirtækja, frístundabyggða, ferðamanna og annarra sem málið snertir.  Markmiðið með þessu er að hámarka nýtingu auðlinda í úrganginum og lágmarka það magn sem senda þarf utan til brennslu. Ljóst er að sveitarfélagið og íbúar þess þurfa að hefja flokkun á lífrænum úrgangi sem allra fyrst og er oddvita og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 
6.        Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.

 
7.        Minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bergi Þór Björnssyni, dags. 2. janúar 2019 þar sem óskað er eftir samningi við sveitarfélagið um minkaveiðar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur oddvita / sveitarstjóra að afla frekari gagna.

 
8.        Viðbragðsáætlun Almannavarna, Samfélagsleg áföll – langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur viðbragðsáætlun Almannavarna vegna samfélagslegra áfalla, langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna áfram að málinu.

 
9.        Aðalfundur Bergrisans bs.
Fyrir liggur aðalfundarboð Bergrisans bs. sem haldinn verður föstudaginn 18. janúar n.k. á Selfossi. Samþykkt er að fulltrúar sveitarfélagsins verði Ingibjörg Harðardóttir og Ása Valdís Árnadóttir.

 
10.    Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bréfi sveitarfélagsins frá 28. nóvember 2018 er svarað.
Fyrir liggur bréf ásamt minnisblaði frá framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karli Björnssyni, dagsett 18. desember 2018 þar sem svarað er erindi sveitarfélagsins til stjórnar sambandsins. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði erindi Grímsnes- og Grafningshrepps. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá Bryndísi Hlöðversdóttur, formanni starfshóps um endurskoðun kosningalaga, þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Hlöðversdóttur, formanni starfshóps um endurskoðun kosningalaga, dagsett 19. desember 2019 þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarfélagsins við endurskoðun kosningalaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

13.    Bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Fyrir liggur bréf frá Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur verkefnisstjóra, dagsett 14. desember 2018 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála. Sveitarstjórn tilnefndir Smára Bergmann Kolbeinsson sem fulltrúa sinn í nefndina.

  

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  540. stjórnarfundar 07.12 2018.
SASS.  Fundargerð  541. stjórnarfundar 27.12 2018.
Tölvupóstur og minnisblað frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. janúar 2019 þar sem farið er yfir 35. þing
sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins.
Persónuvernd, ársskýrsla 2017.
Bréf frá Eiríki G. Guðmundssyni, þjóðskjalaverði, dags. 18.desember 2018 um starfsemi héraðsskjalasafna.
Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga, niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands á starfsemi héraðsskjalasafna 2017.
-liggur frammi á fundinum-.
Starfsemi héraðsskjalasafna, niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2017.
-liggur frammi á fundinum-.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ársskýrsla 2017.
Klifur, málgagn Sjálfsbjargar, 29. árg. 2018.
-liggur frammi á fundinum-.
Gigtin, 2. tbl. 2018.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?