Fara í efni

Sveitarstjórn

457. fundur 15. maí 2019 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

 

Oddviti leitar afbrigða.

a)      Dómur Hæstaréttar í máli nr. 34/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu.
Samþykkt samhljóða.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. maí 2019.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. maí 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. maí 2019.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. maí 2019 liggur frammi á fundinum.

 
3.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 2. fundar íbúaþings 2019 í Grímsnes- og Grafningshreppi, 29. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 175. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. apríl 2019.
Lögð fram 175. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. apríl 2019. Eftirfarandi

dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 15: 1904009 - Kerið 1 L172724; Gestastofa og bílastæði; Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Óskars Magnússonar f.h. Kerfélagsins, dags. 3. apríl 2019, um deiliskipulag fyrir Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagssvæðið er um 27 ha að stærð og gert er ráð fyrir að afmarkaðar verði tvær lóðir austast á svæðinu undir gestastofu, bílastæði og þjónustubyggingar. Þá er gert ráð fyrir einni lóð norð-vestur af Kerinu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri aðkomu austast á svæðinu og mun núverandi aðkomu að Kerinu verða lokað.

Sveitarstjórn frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.

  
Mál nr. 18: 1903008F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 98.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. apríl 2019.

c)      Fundargerð 176. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. maí 2019.
Lögð fram 175. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. apríl 2019. Eftirfarandi

dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14 1904013 - Minni-Bær land (192690); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 16. apríl 2019, er lögð fram umsókn Önnu Kristínar Geirsdóttur, móttekin 02. apríl 2019, um skráningu á þegar byggðu sumarhúsi 62,1 m2, á landi Minni-Bæjar (L192690) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið er skv. þjóðskrá skráð „Annað land“ og er óráðin stærð (ca. 20ha). Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 15 1905005 -  Göltur L168244; Galtartangi 2; Heiti nýrrar lóðar.
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Gunnlaugsdóttur f.h. landeiganda, dags. 12. apríl 2019, um nafngift nýrrar óstofnaðrar landeignar úr landi Galtar L168244 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða landeign sem er skv. samþykktri skipulagsbreytingu sem tók gildi þ. 13. febrúar 2019. Ekki hafði verið gert ráð fyrir heiti landeignar á skipulaginu. Óskað er eftir að landið fái heitið Galtartangi 2 og liggur fyrir rökstuðningur fyrir heitinu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að landið fái heitið Galtartangi 2 og samþykkir með fyrirvara um samþykki landeiganda að heiti aðliggjandi lands, Göltur land 1 L201657, sem er innan sama skipulagssvæðis verði samhliða breytt í Galtartangi 1.

 
Mál nr. 19: 1904002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 99.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019

d)     Fundargerð 8. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 7. maí 2019.
Lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 32. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 30. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 5. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 30. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

 


4.        Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2018.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2018 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

 
Rekstrarniðurstaða A hluta                                            kr.         86.161.954

Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                                    kr.       110.095.535

Eigið fé                                                                           kr.      749.621.692

Skuldir                                                                            kr.      990.102.445

Eignir                                                                             kr.   1.739.724.136

Veltufé frá rekstri                                                           kr.      190.090.705

 
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 11. júní kl. 19:30.

 
5.        Samningur um minkaveiði
Fyrir liggur samningur við Berg Þór Björnsson um minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir árin 2019 – 2023. Oddvita falið að ganga frá samningi.

 
6.        Jafnréttisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til seinni umræðu drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi jafnréttisáætlun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.

 
7.        Ályktun um jöfnun raforkuverðs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps beinir því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað. Frá því að skipulagsbreytingar voru gerðar á raforkukerfinu árið 2005 hafa fyrirtæki sem annast dreifingu á raforku í þéttbýli og dreifbýli haft tvær mismunandi gjaldskrár, aðra fyrir dreifingu raforku í þéttbýli og hina fyrir dreifingu raforku í dreifbýli. Þrátt fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu, með svonefndu dreifbýlisframlagi, er raforkuverð í dreifbýli enn hærra en raforkuverð í þéttbýli. Frá árinu 2015 hefur dreifbýlisframlagið verið fjármagnað með svonefndu jöfnunargjaldi, sem er lagt á alla almenna raforkunotkun.

Til að ná fullri jöfnun raforkuverðs fyrir alla landsmenn er áætlað að þurfi viðbótarframlag sem nemur um 900 milljónum á ári. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur að nýta megi hluta af arði af rekstri Landsvirkjunar sem framlag til niðurgreiðslu raforkuverðs. Bent er á að í gegnum tíðina hefur verið rætt um að þegar skuldir Landsvirkjunar hafi verið greiddar niður muni arður af henni nýtast í þágu landsmanna. Það liggur beinast við að sá arður verði nýttur á sviði raforkumála og beinlínis í þágu landsbyggðarinnar, þar sem allar virkjanir Landsvirkjunar standa. Tímabært er að íbúar hinna dreifðu byggða sitji við sama borð og íbúar í þéttbýli hvað varðar raforkuverð og í raun hálfhjákátlegt að þeir sem búa næst uppsprettu raforkunnar, nærri virkjununum eða undir raflínum sem flytja orkuna á suðvesturhornið, skuli greiða hærra verð fyrir orkuna en þeir sem fjær búa.

 
8.        Beiðni um styrkveitingu til Styrktarfélags klúbbsins Stróks.
Fyrir liggur bréf frá forstöðumanni og formanni stjórnar Styrktarfélagsins klúbbsins Stróks, dags. 30. apríl 2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi Styrktarfélags klúbbsins Stróks. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja félagið um 50.000 krónur.

 
9.       Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Viðeyjarsundi 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. apríl 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Viðeyjarsundi 3 Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
10.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Neðan-Sogsvegi 40, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Neðan-Sogsvegi 40, dagsett 2. maí 2019 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Hermanni Sæmundssyni og Ólafi Kr. Hjörleifssyni dags. 23. apríl 2019 vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, upplýsingapóstur vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varðar sveitarfélög.
Fyrir liggur upplýsingapóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 3. maí 2019 vegna laga um opinber innkaup og breytinga er varða sveitarfélög. Lagt fram til kynningar.

 
13.    Tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024 er kynnt.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. maí 2019 þar sem umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 er kynnt. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Bréf frá Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kynnt er stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum.
Bréf frá Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra dags. 2. maí 2019  þar sem kynnt er stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum. Lagt fram til kynningar.

 
15.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Þingsályktun lögð fram til kynningar.

 
16.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga 772. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
17.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
18.    Önnur mál.

a)      Dómur Hæstaréttar í máli nr. 34/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu.
Fyrir liggur niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 34/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu þar sem Grímsnes- og Grafningshreppur vann málið. Dómurinn lagður fram til kynningar.

  

Til kynningar
Héraðssamband Skarphéðinn, Ársskýrsla 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?