Fara í efni

Sveitarstjórn

289. fundur 09. nóvember 2011 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. október 2011 lá frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     40. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 20.10 2011. Mál nr. 1, 2, 5, 7, 8, 16, 17, 18 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr. 1, 2, 5, 7, 8, 16, 17, 18 og 19 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð 2. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. mars 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
c)     Fundargerð 3. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. maí 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
d)    Fundargerð 55. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 20.-21. október 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
3.       Undirskriftarlistar íbúa og foreldra barna í Grímsnes- og Grafningshreppi um að sveitarfélagið veiti tómstundastyrk til barna í sveitarfélaginu.
Á fundi sveitarstjórnar þann 19. október s.l. var frestað afgreiðslu máls um tómstundastyrki til barna í sveitarfélaginu. Lögð eru fram drög að umsóknareyðublaði og reglum um tómstundastyrki barna á aldrinu 6 – 18 ára. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og að reglurnar taki gildi frá og með 1. janúar 2012.


4.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V í Hótel Hengli, Nesjavöllum, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V í Hótel Hengli, Nesjavöllum, 801 Selfoss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
5.       Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima til byggingar nýs gróðurhúss að Sólheimum. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Guðmundur Ármann víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

 
6.       Beiðni um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2012 fá Samtökum um kvennaathvarf að fjárhæð 100.000 kr.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. stjórna Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs vegna kröfu um rökstuðning stjórnvaldsákvörðunar.
Fyrir liggur bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. stjórna Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs  um rökstuðning á ákvörðun sveitarstjórnar að draga ekki ákvörðun sína tilbaka um framkvæmdir við golfvöllinn að Minni Borg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara bréfinu.

 
8.       Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. vegna skúrs í óleyfi við Þórsstígs 9.
Fyrir liggur svarbréf lögmanns sveitarfélagsins Óskars Sigurðssonar hrl. vegna skúrs í óleyfi við Þórsstíg 9 í landi Ásgarðs. Sveitarstjórn staðfestir bréf lögmannsins.

 
9.       Afrit af bréfi til skipulagsfulltrúa frá Hilmari Baldurssyni hdl. f.h. sumarhúsaeigenda við Sogsbakka vegna deiliskipulags við Sogsbakka.
Bréfið lagt fram.

 
10.    Greinargerð frá Óskari Sigurðssyni hrl. í Héraðsdómsmáli 46/2011, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur greinargerð frá Óskari Sigurðssyni hrl. í Héraðsdómsmáli 46/2011, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Greinargerðin lögð fram til kynningar.

 
11.    Beiðni frá Umhverfisráðuneyti um athugasemdir við frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000.
Fyrir liggur beiðni Umhverfisráðuneytis um umsögn frumvarps til breytinga á lögum nr. 106/2000 um  mat á umhverfisáhrifum.  Frumvarpið lagt fram.

 
12.    Bréf frá Skiplagsstofnun um fulltrúa í samráðsvettvang við mótun landsskipulagsstefnu 2012-2024.
Fyrir liggur bréf frá Skiplagsstofnun um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í samráðsvettvang við mótun landsskipulagsstefnu 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Pétur Inga Haraldsson.

 
13.    Bréf frá Umhverfisstofnun um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði 3 og 4. Sveitarstjórn samþykkir að Hörður Óli Guðmundsson verði fulltrúi sveitarfélgasins og Sigurður Karl Jónsson til vara.

 
14.    Bréf frá Hagstofu Íslands um manntal og húsnæðistal í árslok 2011.
Fyrir liggur bréf frá Hagstofu Íslands um að veið sé að undirbúa manntal og húsnæðistal sveitarfélagsins í árslok 2011 og að sveitarfélagið muni aðstoða Hagstofuna í formi viðbóta upplýsinga. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Hagstofunnar.

 
15.    Bréf frá Umhverfisráðuneyti vegna umsagnar við drögum að nýrri skipulagsreglugerð.
Fyrir liggur beiðni Umhverfisráðuneytis um umsögn sveitarfélagsins að drögum nýrrar skipulagsreglugerðar. Sveitarstjórn vísar reglugerðinni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 
16.    Afrit af bréfum byggingarfulltrúa vegna jarðvegsmanar við Illagil 21.
Afrit af bréfum byggingarfulltrúa vegna jarðvegsmanar við Illagil 21 lögð fram til kynningar.

 
17.    Verðkönnun í hitaveitulögn að Þóroddsstöðum.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í hitaveitulögn að Þóroddsstöðum. Lægsta tilboðið kom frá Draumaverk ehf. að fjárhæð 3.127.078  kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Draumaverks ehf.

 
18.    Verðkönnun í hitaveitulögn í Skipasund, Hraunborgum.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í hitaveitulögn í Skipasund í Hraunborgum. Lægsta tilboðið kom frá Kristjáni Ó. Kristjánssyni að fjárhæð 2.632.300 kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Kristjáns Ó. Kristjánssonar.

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  447. stjórnarfundar 07.10 2011.
SASS.  Fundargerð  448. stjórnarfundar 27.10 2011.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 136. stjórnarfundar 27.10 2011.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð 6. aðalfundar 28.10 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  208. stjórnarfundar 17.10 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 790. stjórnarfundar, 28.10 2011.
Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga, 05.10 2011.
Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga 14.10 2011.
Bréf frá Velferðarráðuneyti vegna öryggis barna hjá dagforeldrum.
Héraðsnefnd Árnesinga, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Héraðsskjalasafn Árnesinga, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Byggðasafn Árnesinga, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Listasafn Árnesinga, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, starfsskýrsla 2010-2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Tónlistarskóli Árnesinga, gerum góðan skóla betri.
-liggur frammi á fundinum-.
Tilrauna og rannsóknaverkefnið Ölfus-Öxará- Grímsnes, ársuppgjör 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Landsvirkjun, varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð.
-liggur frammi á fundinum-.
Tíund, fréttablað RSK október 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Landsmót SÍSL Selfossi, 7. - 9. október 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Iclandic Times, 10. tbl. 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Tímarit heimilis og skóla, október 2011.
-liggur frammi á fundinum-.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?