Fara í efni

Sveitarstjórn

294. fundur 18. janúar 2012 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Oddviti leitar afbrigða
a)     Hækkun á yfirdráttarheimild.

 
1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. desember 2011.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. desember 2011 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 30. desember 2011.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 30. desember 2011 liggur frammi á fundinum.

 
3.   Fundargerðir.

a)     Fundargerð 11. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. janúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Í dagskrárlið 2 skorar fræðslunefnd á sveitarstjórn að gefa foreldrum kost á að kaupa smurt brauð með ávöxtum og grænmeti í morgunhressingu í stað nestis. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

 
b)    Fundargerð 5. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 14. desember 2011.
     Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 88. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, 07.12 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Gert hefur verið ráð fyrir framlagi Grímsnes- og Grafningshrepps til Brunavarna Árnessýslu í fjárhagsáætlun fjárhagsársins 2012.

 
4.       Beiðni um námsleyfi frá Hilmari Björgvinssyni, skólastjóra.
Fyrir liggur beiðni frá skólastjóra Kerhólsskóla, Hilmari Björgvinssyni, um að fá eins árs námsleyfi. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni. Sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar er falið að skoða leiðir til ráðningar á öðrum skólastjóra á meðan Hilmar er í námsleyfi.

 
5.       Bréf frá Hannesi G. Ingólfssyni um jarðamörk milli Litla-Háls, Torfastaða 1 og Torfastaða 2.
Fyrir liggur bréf frá Hannesi G. Ingólfssyni um að Grímsnes- og Grafningshreppur komi að lausn ágreinings um jarðamörk milli Litla-Háls, Torfastaða 1 og Torfastaða 2. Vísað er til þeirra afsala sem kaupendur jarðanna skrifuðu undir við kaupin, þar sem engar athugasemdir voru gerðar við jarðamörk jarðanna. Sveitarstjórn hafnar því að koma að málinu.

 
6.       Bréf frá Sýslumanninum á Selfoss vegna afskrifta opinberra gjalda.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Selfossi um verklagsreglur fyrir innheimtumenn ríkisjóðs um afskriftir opinberra gjalda og sekta í ríkissjóð. Sýslumaðurinn óskar eftir samþykki Grímsnes- og Grafningshrepps til að afskrifa opinber gjöld sem sveitarfélagið leggur á aðila og koma til innheimtu hjá embætti sýslumannsins á Selfossi í samræmi við áðurnefndar verklagsreglur. Sveitarstjórn samþykkir fyrir liggjandi beiðni.

 
7.       Skýrsla Eflu um ljósleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat.
Fyrir liggur skýrsla Eflu um ljósleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat.

 
8.       Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-246/2011, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 30. desember 2011 í máli nr. E-246/2011, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Stefndi, Grímsnes- og Grafningshreppur, er sýkn af kröfu stefnenda, Þórs Þórssonar og Hrafnhildar Markúsdóttur, um  riftun á kaupsamningi aðila, dagsettum 4. september 2007, um fasteignina nr. 44 í Ásborgum, Ásgarðslandi. Vísað er frá dómi kröfu stefnenda um skaðabætur úr hendi stefnda.

 
9.       Bréf frá Ungmennafélagi Íslands þar sem leitað er eftir samningum við sveitarfélög, skóla og gistiheimili um gistingu á afsláttarkjörum fyrir ungmennafélaga.
Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands þar sem leitað er eftir samningum við sveitarfélög, skóla og gistiheimili um gistingu á afsláttarkjörum fyrir ungmennafélaga. Félagsheimilið Borg er eina aðstaðan sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða til gistinga. Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Ungmennafélagsins ef til þess kemur.

 
10.    Þjónustusamningur við Ungmennafélagið Hvöt.
Fyrir liggur þjónustsamningur við Ungmennafélagið Hvöt að fjárhæð kr. 400.000 á ári fyrir að efla íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu með sérstaka áherslu á börn og unglinga.  Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Hörður Óli Guðmundsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 

11.    Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Innanríkisraðuneytis vegna athugasemda Grímsnes- og Grafningshrepps við stjórnsýslukæru Hjörleifs B. Kvarans f.h. Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. vegna athugasemda Grímsnes- og Grafningshrepps við stjórnsýslukæru Hjörleifs B. Kvarans f.h. Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 
12.    Breyting á aðalskipulagi í Ásborgum.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 fyrir Ásborgir. Í breytingunni felst að íbúðarsvæðið Ásborgir, merkt íb 11 í aðalskipulaginu og er um 28 ha að stærð, breytist í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og svæðis fyrir verslun og þjónustu. Ástæða breytingarinnar er að til að gefa möguleika á því að nýta þegar byggð og fyrirhuguð hús á svæðinu sem gisti- og/eða veitingahús. Breytingin var auglýst til kynningar 13. október 2011 ásamt breytingu á deiliskipulagi svæðisins með athugasemdafresti til 24. nóvember. Þrjú athugasemdabréf bárust á kynningartíma og liggja þau frammi ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um efni athugasemda.

Samhliða aðalskipulagsbreytingu var deilskipulagsbreyting auglýst og er hún lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga. Gerð er breyting á skilmálum svæðisins á þann veg að heimilt verður að nýta hús á svæðinu sem íbúðarhús og sem gisti- og/eða veitingahús til samræmist við tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem auglýst er samhliða. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á lóð nr. 48 á stækki þannig að hann verði 50 m frá þjóðvegi í stað 100 m. Breytingin var auglýst til kynningar 13. október 2011 ásamt breytingu á aðalskipulagi svæðisins með athugasemdafresti til 24. nóvember. Þrjú athugasemdabréf bárust á kynningartíma og liggja þau frammi ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um efni athugasemda. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi breytingar.

 
13.    Breyting á aðalskipulagi í landi Stóru-Borgar.
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2012 á spildu úr landi Stóru-Borgar. Um er að ræða um 37 ha spildu sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Höskuldslæk, sunnan þjóðvegar. Landið er í dag skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð en fyrirhugað er að breyta því þannig að heimilt verði að byggja þar nokkur smábýli. Afgreiðslu frestað.

 
14.    Breyting á aðal- og deiliskipulagi í landi Ásgarðs.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2012 á spildu úr landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að um 14 ha svæði við Kringlumýri og Skógarholt, austan Sogsvegar í landi Ásgarðs verður að svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða þar sem almennt er gert ráð fyrir opnum svæðum innan frístundarbyggðasvæða þó svo að þau séu ekki sérstaklega skilgreind í aðalskipulagi. Fyrirhugað er að bæta við nokkrum frístundahúsalóðum á svæðinu þó svo að meiri hluti þess verði áfram óbyggt. Breyting á deiliskipulagi svæðisins verður auglýst opinberlega auk þess sem það verður kynnt aðliggjandi lóðareigendum. Tillagan samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
15.    Varamaður í húsnefnd Félagsheimilisins Borg.
Fyrir liggur að varamaður K-lista í húsnefnd Félagsheimilisins Borg, Friðsemd Erla S. Þórðardóttir, er flutt úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Ólaf Inga Kjartansson sem varamann sinn í húsnefnd Félagsheimilisins Borg út kjörtímabilið 2010-2014.

 
16.    Varamaður í æskulýðs- og menningarmálanefnd.
Fyrir liggur að varamaður K-lista í æskulýðs- og menningarmálanefnd, Friðsemd Erla S. Þórðardóttir, er flutt úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Sigurð Karl Jónsson sem varamann sinn í æskulýðs- og menningarmálanefnd út kjörtímabilið 2010-2014.

 
17.    Önnur mál

a)     Hækkun á yfirdráttarheimild.
Fyrir liggur tillaga frá sveitarstjóra að yfirdráttarheimild á bankareikning sveitarfélagsins verði hækkuð tímabundið um 30 milljónir króna. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir þessari hækkun hjá viðskiptabanka sínum. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á fjármögnun fyrirhugaðrar skólabyggingar.

 

 
Til kynningar
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  103. stjórnarfundar  06.06 2011.
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  104. stjórnarfundar  14.06 2011.
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  105. stjórnarfundar  07.12 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  210. stjórnarfundar 27.12 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 792. stjórnarfundar, 16.12 2011.
Bréf frá Landmælingum Íslands vegna innleiðingar á nýjum lögum nr.44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Þjóðskrá Íslands, skýrsla um fasteignamat 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðara 2. tbl 21. árg 2011.
-liggur frammi á fundinum-. 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?