Fara í efni

Sveitarstjórn

534. fundur 19. október 2022 kl. 13:00 - 15:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri var í fjarfundarbúnaði
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 23. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b) Fundargerð 247. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. október 2022.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 247. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 12. október 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulag - 2204055.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags er varðar stækkun frístundabyggðar í landi Vaðness eftir kynningu. Í tillögunni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði. Athugasemdir og umsagnir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum umsækjanda.
Sveitarstjórn tekur undir andsvör umsækjanda vegna þeirra athugasemda sem bárust er varðar notkun vegar inn á svæðið. Hlutaðeigandi sumarhúseigendum hefði mátt vera ljóst að á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er gert ráð fyrir því að landnotkun viðkomandi svæðis sem deiliskipulagið tekur til er skilgreind sem frístundabyggð innan aðalskipulagsins. Að mati sveitarstjórnar er skynsamlegt að nýta núverandi vegi og aðra innviði innan jarðarinnar enda geri landeigendur ráð fyrir því að standa að vegabótum á viðkomandi vegi í takt við aukna umferð. Sveitarstjórn telur hins vegar þörf á að bregðast við umsögn Minjastofnunar er varðar skráningu minja innan skipulagssvæðisins áður en tillagan verður samþykkt til auglýsingar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til minjaskráning fyrir skipulagssvæðið liggur fyrir.
Mál nr. 10: Öndverðarnes 2 lóð L170123; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar - 2209099.
Lögð er fram umsókn Hjördísar Birgisdóttur um staðfestingu á afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar Öndverðarnes 2 lóð L170123 samkvæmt meðfylgjandi hnitsettu mæliblaði sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin er skráð 5.000 fm en afsal frá 1972 segir lóðina vera um 0,47 ha. samkvæmt hnitsettri mælingu mælist lóðin 4.655 fm. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna samkvæmt mæliblaði.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hnitsetta afmörkun og breytta stærð lóðarinnar.
Mál nr. 11: Neðan-Sogsvegar 41 L169422; Fjölgun lóða; Deilisk.breyting - 2210013.
Lögð er fram umsókn frá Þórkötlu M. Valdimarsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Neðan-Sogsvegar 41 L169422. Lóðin er í dag skráð í óskiptri sameign en innan gildandi deiliskipulags er gert ráð fyrir fjórum sumarhúsum á tveimur byggingarreitum innan lóðarinnar sem er alls um 17.800 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 12: Klausturhólar L168258; Bæjartorfa; Deiliskipulag - 2201053.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til bæjartorfunnar að Klausturhólum L168258 eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss. Athugasemdir bárust við gildistöku skipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri skipulagstillögu.
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13: Öndverðarnes, Kambshverfi, Hlíðarhólsbraut; Frístundabyggð; Stækkun lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2209106.
Lögð er fram umsókn frá Öndverðarnesi ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarhólsbraut í Kambshverfi í landi Öndverðarness. Í breytingunni felst að lóðir norðan Hlíðarhólsbrautar eru færðar nær götunni og er stækkun þeirra mismunandi. Þetta er gert til að svæði frá lóðunum að vegi verði ekki til vansa fyrir lóðarhafa og sem annars yrði óhirt í eigu Öndverðarness ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 14: Nesjar L170877 og L170890 (Litla-Hestvík 1 og 2) og Kleifakot L170903; Deiliskipulag - 2204007.
Lagt er fram deiliskipulag er varðar lóðir Nesja L170877 og 170890 og Kleifarholts L170903 eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Innan deiliskipulagsins er gert grein fyrir skilgreiningu lóða og byggingarheimildum innan þeirra. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Samhliða gildistöku deiliskipulagsins verði birt auglýsing um gildistöku óverulegrar breytingar á deiliskipulagi aðliggjandi svæðis Nesja - Nesjaskógar þar sem viðkomandi svæði verði fellt út úr afmörkun deiliskipulagsins.
Mál nr. 19: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-171-2209005F.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá fundi nr. 22-171 lagðar fram til kynningar.

c) Fundargerð 1. fundar framkvæmdarstjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, 12. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d) Fundargerð 2. fundar framkvæmdarstjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, 29. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e) Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um atvinnumálastefnu, 29. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f) Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 7. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 7. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 3. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i) Fundargerð aukafundar stofnenda Arnardrangs hses, 7. október 2022.
Lögð fram fundargerð frá aukafundi stofnenda húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar Arnardrangs frá 7. október 2022.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða fundargerðina, samþykktirnar og stjórn Arnardrangs hses.

j) Fundargerð 51. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k) Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á borholu og gerð á borplani í landi Króks.
Lögð er fram beiðni frá Suðurdal ehf., landeigendum jarðarinnar Króks í Grafningi þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyrir fyrsta áfanga framkvæmda í tengslum við umrædda gufuaflsvirkjun. Um er að ræða borun á borholu KR-02 og gerð borplans. Fyrir er á svæðinu borhola KR-01 sem var boruð 2018. Deiliskipulag fyrir framkvæmdina var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 15.6.2022 og aðalskipulagsbreyting var samþykkt þann 26.4.2022. Framkvæmdin hefur lokið matsskyldufyrirspurnarferli Skipulagsstofnunar sem að lauk með úrskurði stofnunarinnar þann 10. ágúst 2018 um að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir borun á borholu KR-02 og gerð borplans og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við landeiganda og útgáfu framkvæmdaleyfis.

3. Ársskýrsla Leikfélagsins Borg 2021.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Leikfélagsins Borg fyrir árið 2021.

4. Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga október 2022.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga október 2022.

5. Erindi frá UNICEF.
Lagt fram til kynningar erindi frá Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dagsett 28. september 2022. Með erindinu vill UNICEF á Íslandi hvetja Grímsnes- og Grafningshrepp til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins með stofnun ungmennaráðs, ef það hefur ekki þegar verið gert, eða með því að efla starf ungmennaráðs í samræmi við ráð ungmenna til ráðamanna.

6. Erindi frá Tryggva M. Þórðarsyni, f.h. Hillrally á Íslandi 2023.
Fyrir liggur bréf frá Tryggva M. Þórðarsyni f.h. Hillrally á Íslandi 2023, dagsett 11. október 2022, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda fyrrnefnda keppni á vegi sem undir sveitarfélagið fellur. Vegurinn sem um ræðir er svokallaður Eyfirðingavegur sem liggur sunnan Skjaldbreiðar, en keppnin verður haldin dagana 11. – 13. ágúst 2023.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin á umræddum vegi. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því.

7. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022.
Lagt fram til kynningar að aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verði haldinn 11. nóvember nk.

8. Bréf frá Innviðaráðuneytinu til þátttakenda í degi um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, dagsett 5. október 2022, þar sem farið er yfir minningardaginn um fórnarlömb umferðarslysa þann 20. nóvember næstkomandi.

9. Kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Á fundinn mætti Kristín Arna Hauksdóttir verkefnastjóri samþættingar í þágu farsældar barna og kynnti verkefnið og innleiðingu þess.

10. Beiðni um umsögn um Áætlun um loftgæði 2022-2033 – drög til haghafa.
Lögð fram til kynningar áætlun um loftgæði 2022-2033.

11. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.
Lagt fram til kynningar.

12. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Lagt fram til kynningar.

13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022, „Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði – lykilþættir“.
Lagt fram til kynningar.

14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 15:30.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?