Fara í efni

Sveitarstjórn

542. fundur 01. mars 2023 kl. 09:00 - 10:55 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 3. fundar samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 20. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi sem haldinn var 20. Febrúar 2023.

b) Fundargerð 5. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 6. febrúar 2023.

c) Fundargerð 6. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 20. febrúar 2023.

d) Fundargerð 37. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 20. febrúar 2023.

e) Fundargerð 255. fundar skipulagsnefndar UTU, 22. febrúar 2023.
Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 255. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 22. febrúar 2023.
Mál nr. 18. Öndverðarnes 2 lóð (L170108); byggingarheimild; gestahús - 2302008
Fyrir liggur umsókn Alberts G. Sigurðssonar fyrir hönd Aske. ehf., móttekin 01.02.2023, um byggingarheimild fyrir 63,8 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð L170108 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 19. Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting - 2302025
Lögð er fram umsókn frá Þóroddi ehf. er varðar breytingu á skilmálum frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaðar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins með eftirfarandi fyrirvörum að deiliskipulagið verði grenndarkynnt og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagsins leggist gegn starfseminni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt innan hverfisins sem breytingin tekur til.
Mál nr. 20. Stóra-Borg lóð 16 L218060; Íbúðarsvæði með rúmum byggingarheimildum; Deiliskipulag - 2302027
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir landbúnaðarsvæði í landi Stóru-Borgar lóð 16 L218060, sem staðsett er rétt norðvestan við þéttbýlið Borg í Grímsnesi. Heildarstærð lóðar skv. fasteignaskrá er 54,9 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Biskupstungnabraut nr. 35, um Borgarbraut og nýjan veg af henni. Með deiliskipulagi verða afmarkaðar íbúðarlóðir á bilinu 1 - 1,5 ha að stærð með rúmum byggingarheimildum þar sem heimilt verður að stunda léttan hreinlegan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustu sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 21. Hestur lóð 105 L168611; Auknar byggingarheimildir frístundasvæðis í landi Hests; Deiliskipulagsbreyting - 2302031
Lögð er fram umsókn frá Helgu Gunnlaugsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagsskilmálum innan frístundasvæðisins að Hesti. Í breytingunni felst að heimilt verði að hafa kjallara undir húsum þar sem landhalli og aðstæður bjóða upp á slíkt. Fyrir liggur samþykki frá landeigendafélagi svæðisins vegna breytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
Mál nr. 22. Stóra-Borg lóð 16; óveruleg breyting á aðalskipulagi; L2 í L3 - 2302037
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að skilgreining á landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 til samræmingar við aðliggjandi svæði innan sömu lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaðar sveitarstjórnar verður kynnt. Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 23. Borg í Grímsnes; óveruleg breyting á aðalskipulagi; iðnaðarsvæði - 2302036
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst tilfærsla á skilgreindum iðnaðarsvæðum I14 og I15 þar sem gert er ráð fyrir fráveitumannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
Mál nr. 24. Bíldsfell III L170818; Skilgreining lóða og bygg.reita; Deiliskipulag - 2204008
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Bíldsfells III eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 5 lóða og byggingarreita þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við afgreiðslu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt fornleifaskráningu og uppfærðum skipulagsgögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ása Valdís Árnadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
Mál nr. 34. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-179 – 2302001F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-179 lögð fram til kynningar.

f) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 14. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 14. febrúar 2023.

g) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 16. febrúar 2023.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 16. febrúar 2023.
Mál nr. 1 Samkomulag vegna útgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

h) Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., 20. febrúar 2023.
Mál nr. 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., sem haldinn var 20. febrúar 2023.
Mál nr. 9 Umfjöllun um breytingar á samþykktum byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðaðar samþykktir byggðasamlagsins og vísar þeim til seinni umræðu.

i) Fundargerð 55. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 27. janúar 2023.
Fundargerð 55. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 27. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

j) Fundargerð 56. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 17. febrúar 2023.
Fundargerð 56. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 17. febrúar 2023 lögð fram til kynningar.

2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn vísar samþykktinni til annarrar umræðu.

3. Samningur um ráðgjöf um hönnun innviða á athafnasvæði við Sólheimaveg.
Fyrir liggja drög að samningi um ráðgjöf sem felur í sér hönnun gatna, fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, gatnalýsingu og samræmingu annarra veitna. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 4.601.470 án VSK miðað við hönnun hverfisins.
Sveitarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur sveitarstjóra að halda áfram með málið.

4. Loftslagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að loftslagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn fagnar metnaðarfullri vinnu loftslags- og umhverfisnefndar og felur sveitarstjóra að boða til fundar með nefndinni og sveitarstjórn.

5. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.
a) Fundarboð aukafundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Lagt fram til kynningar boð á aukafund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., sem fram fer þann 1. mars n.k. kl. 13:00. Fulltrúi á aðalfundum og aukafundum byggðasamlagsins er aðal- og varamaður sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins.
b) Skipan fulltrúa í fagnefnd Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirfarandi aðila í fagnefnd Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., til loka kjörtímabilsins 2022-2026.
Aðalmaður: Steinar Sigurjónsson.
Varamaður: Dagný Davíðsdóttir.
c) Tilnefning í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirfarandi aðila í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., til loka kjörtímabilsins 2022-2026.
Aðalmaður: Ása Valdís Árnadóttir, oddviti.
Varamaður: Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri.
d) Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Lagður fram félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi félagssamning og vísar honum til seinni umræðu.

6. Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fyrir liggur bókun Samtaka orkusveitarfélaga frá 56. fundi stjórnar sem haldinn var föstudaginn 17. febrúar 2023. Bókunin er svohljóðandi:
„Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum og að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040. Því er mikilvægt að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli. Endurskoða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga eigi að vera til gjaldtöku og eða álagningar gjalda og meta hvort leitast eigi við aðrar heimildir svo sem til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda í grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira. Arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu þarf að skiptast með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við orkuvinnslu. Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Það er sanngirnismál að orkuvinnslan skili sambærilegum tekjum í nærsamfélagið eins og öll önnur atvinnustarfsemi gerir. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli. Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir bókunina og vill undirstrika sérstaklega málsgreinina þar sem segir að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu þarf að skiptast með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við orkuvinnslu.

7. Aðalfundur Samorku 2023.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Samorku, dagsett 14. febrúar 2023, um að aðalfundur Samorku verði haldinn þann 15. mars 2023, klukkan 10:30 í Hvammi á Grand Hóteli, Sigtúni 28, Reykjavík.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

8. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stofnframlög.
Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Helgu Kristjánsdóttur f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á því að stofnunin hyggst auglýsa eftir umsóknum í fyrstu úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Lagt fram til kynningar.

9. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2023.
Fyrir liggur úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá 23. febrúar 2023 í máli nr. 1/2023 vegna kæru eiganda Kiðhólsbrautar 27, Grímsnes- og Grafningshreppi, um álagningu fasteignaskatta.
Í úrskurðinum var staðfest ákvörðun Grímsnes- og Grafningshrepps að fasteignaskattur fasteignar kæranda að Kiðhólsbraut 26, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8629, verði ákvarðaður samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 1. mars 2021 og samkvæmt a-lið sömu lagagreinar fyrir annan hluta ársins 2021. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

10. Úrskurður nr. 105/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 105/2022, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. ágúst 2022, um að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests vegna lóðar nr. 8.
Í úrskurðinum er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. ágúst 2022 um að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 8 í frístundabyggð jarðarinnar Hests hafnað. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

11. Úrskurður nr. 17/2023 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 17/2023, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. júní 2022 að samþykkja nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið.
Samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verða ákvarðanir sem ber undir Skipulagsstofnun og ráðherra til staðfestingar ekki bornar undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, var málinu því vísað frá nefndinni. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

12. Bréf frá Dýraverndarsambandi Íslands.
Fyrir liggur bréf frá Dýraverndarsambandi Íslands dagsett 10. febrúar 2023 þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að koma villtum fuglum til aðstoðar.
Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Söngsveitinni Tvennir tímar.
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi H. Sigurðssyni f.h. Söngsveitarinnar Tvennir tímar, þar sem komið er á framfæri þökkum til sveitarstjórnar fyrir veittan fjárstuðning.
Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Svövu Gunnarsdóttur varðandi Úlfljótsvatn.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Svövu Gunnarsdóttur, dagsettur 10. febrúar 2023 sem sendur var á sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp, barnamálaráðherra, innviðaráðherra, Bandalag íslenskra skáta, Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í tölvupóstinum er hvatt til þess að göngustígur upp að Æskulýðskrossinum sem staðsettur er að Úlfljótsvatni verði lagfærður og sett verði þar bílastæði.
Lagt fram til kynningar.

15. Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 36/2023, „Breyting á reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana“.
Lagt fram til kynningar.

16. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2023, „Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviðið menntamála.
Lagt fram til kynningar.

17. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 44/2023, „Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)“.
Lagt fram til kynningar.

18. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2023, „Breyting á kosningalögum“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:55.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?