Fara í efni

Sveitarstjórn

544. fundur 05. apríl 2023 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 6. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 6. mars.

b) Fundargerð 7. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 27. mars 2023.

c) Fundargerð 257. fundar skipulagsnefndar UTU, 22. mars 2023.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 35 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 257. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 22. mars 2023.
Mál nr. 14. Villingavatn L170951; Byggingarmagn; Fyrirspurn - 2303035
Lögð er fram fyrirspurn frá Kjartani Sigurbjartssyni er varðar byggingarmagn á lóð Villingavatns L170951. Í fyrirspurninni felst beiðni um að heimilt verði að notast við nýtingarhlutfall 0,05 í takt við eldra aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem mál sem tekur til stækkunar sumarhúss á lóðinni hafi hafist í gildistöku eldra aðalskipulags.
Að mati sveitarstjórnar er eðlilegt að miða við eldri skilmála aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps við afgreiðslu málsins þar sem upphaf þess má rekja til ársins 2020 áður en núverandi aðalskipulag tók gildi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að heildarbyggingarmagn innan lóðarinnar verði allt að 145 fm á þeim grunni að gæta þurfi jafnræðis við ákvarðanir um byggingarmagn lóðarinnar og að hönnuður hafi við vinnslu hönnunargagna miðað við að nýtingarhlutfall innan lóðarinnar gæti verið allt að 0,05 m.v. heimildir þágildandi aðalskipulags.
Mál nr. 15. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Skilmálabreyting fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2303036
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst ítarlegri skilgreining á heimildum er varðar skógrækt innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps með það að markmiði að veita betri yfirsýn og stjórn á skógræktarverkefnum innan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.
Mál nr. 16. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Skilmálabreyting fyrir landbúnaðarland; Íbúðarhúsalóðir; Aðalskipulagsbreyting - 2303037
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að veittar eru rýmri heimildir vegna stærða íbúðarhúsalóða innan landbúnaðarlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.
Mál nr. 17. Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Heildarendurskoðun deiliskipulags - 2202007
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem tekur til frístundabyggðar við Úlfljótsvatn L170830 eftir auglýsingu. Í dag er í gildi deiliskipulagsuppdráttur, deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsettur 16.6.1993. Í því skipulagi var gert ráð fyrir alls 26 húsum, 25 sumarhúsum og svo Úlfljótsskála sem áður var þjónustumiðstöð. Við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Í nýrri skipulagstillögu eru 26 frístundahús og svo Úlfljótsskáli eða samtals 27 byggingar. Húsum fjölgar því aðeins um eitt en heimilað byggingarmagn innan svæðisins eykst í takt við uppfærðar byggingarheimildir. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18. Efri-Brú; Brekkur 8 L225993 og Brekkur 9 L219238; Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting - 2212069
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Efri-Brúar sem tekur til lóðanna Brekkur 8 L225993 og Brekkur 9 L219238 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að byggingarreitir beggja lóða eru skilgreindir í 10 metra fjarlægð frá innbyrðis lóðarmörkum á milli lóðanna. Lóðirnar eru í eigu sama aðila. Athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytinganna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt byggingarfulltrúa og andsvörum málsaðila.
Þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins hefur verið svarað með fullnægjandi hætti innan framlagðra andsvara málsaðila og samantektar embættis UTU.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu og að hún verði samþykkt eftir auglýsingu og taki gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda og að Skipulagsstofnun verði send gögn málsins til varðveislu samhliða. Þeim sem athugasemdir gerðu til tillöguna verði gerð grein fyrir niðurstöðu sveitarstjórnar.
Mál nr. 19. Brjánsstaðir land 1 L200776; Smámýrarvegur og Heiðarbraut; Nýtt deiliskipulag og deiliskipulagsbreyting - 2301047
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis að Smámýrarvegi í landi Brjánsstaða L200776. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til Smámýrarvegar og Heiðarbrautar. Með samþykkt þessa deiliskipulags er gert ráð fyrir að afmörkun sem nær yfir Smámýrarveg verði felld út úr núgildandi deiliskipulagi svæðisins. Deiliskipulagstillagan nær yfir um 18 ha lands. Á svæðinu er gert ráð fyrir 25 lóðum að stærðinni 4.530 fm - 14.490 fm og eru þrjár lóðir innan svæðisins þegar byggðar. Auk frístundahúss verði heimilt að hafa aukahús/gestahús og hverri lóð og teljast þær byggingar með í heildarbyggingarmagni lóðar. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Óveruleg breyting á deiliskipulagi Smáramýrarvegar og Heiðarbrautar þar sem Smámýrarvegur er felldur út úr gildandi deiliskipulagi fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Framlagt deiliskipulag og breyting á núgildandi deiliskipulagi verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
Mál nr. 20. Borgarleynir 7 L198615; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2303015
Lögð er fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Borgarleynis 7. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits innan lóðar. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa vegna breytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda aðliggjandi lóðar er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna málsins. Breytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu.
Mál nr. 21. Minni-Borg golfvöllur ÍÞ5 og Landbúnaðarsvæði L3; Breytt landnotkun, nýtt íþróttasvæði og verslunar- og þjónustusvæði við Borg; Aðalskipulagsbreyting – 2303019 Lögð er fram skipulagslýsing vegna breyttrar landnotkunar innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sunnan þjóðvegar við Borg. Fyrirhugað er að gera ráð fyrir níu holu golfvelli, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Breyta þarf aðalskipulagi á þann hátt að svæði fyrir verslun og þjónustu verður skilgreint þar sem nú er íþróttasvæði ÍÞ5. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem landbúnaðarland L3 þar sem fyrirhugað er að byggja upp íbúðarlóðir. Syðst á því svæði er fyrirhugað að rísi hesthús ásamt reiðskemmu. Breyta þarf aðalskipulagi á þann hátt að nýtt íþróttasvæði fyrir hestaíþróttir verður skilgreint á því svæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 22. Bjarnastaðir frístundabyggð F76; Færsla landnotkunarreits; Aðalskipulagsbreyting - 2303026
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að staðsetning skilgreinds frístundasvæðis F76 er færð til fyrra horfs líkt og svæðið var skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og niðurstaða sveitarstjórnar kynnt.
Mál nr. 23. Kringla 2; Árvegur 1-12; Hnitsetning og uppfærsla skilmála; Endurskoðun deiliskipulags - 2303027
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Árvegar 1-12 í landi Kringlu 2. Í tillögunni felst m.a. að á lóðunum sem eru landbúnaðarlóðir er heimilt að reisa íbúðarhús og aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Við gildistöku viðkomandi deiliskipulags fellur eldra skipulag úr gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 24. Svínavatn 3 L232042; Framkvæmd á vatnsverndarsvæði; Fyrirspurn - 2303034
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til vinnslu deiliskipulags á lóð Svínavatns 3 L232042. Lóðin er að hluta til innan vatnsverndasvæðis. Fyrirspurnin er þríþætt : 1) hvort heimilt sé að byggja skv. teikningunni, 2) hvort heimilt væri að byggja austan vatnaskilalínu 3) hvort ólíklegt sé að hægt verði að stofna 1 ha lóð innan spildunnar.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er gert ráð fyrir að engar framkvæmdir eða starfsemi sem ógnað geta brunnsvæðum séu leyfðar í nágrenni þeirra. Að mati sveitarstjórnar er ekki talið æskilegt að gert sé ráð fyrir byggingum innan svæðis sem skilgreint er sem grannsvæði vatnsverndar enda geti töluverð hætta skapast gagnvart hugsanlegri mengun t.d. vegna fráveitumannvirkjum innan lóðarinnar eins og hún er skilgreind innan fyrirspurnar. Sveitarstjórn tekur þó fram að afmörkun vatnsverndarsvæða er í flestum tilfellum ónákvæm og að grunnvatnsstraumar hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar þar sem grannsvæði eru skilgreind. Ætti að koma til framkvæmda á viðkomandi svæði er það mat sveitarstjórnar að nauðsynlegt væri að fyrir lægi mat viðeigandi aðila á því hvort að grannsvæði vatnsbólsins sé skilgreint með réttum hætti á aðalskipulagi. Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að veita heimild fyrir uppbyggingu innan grannsvæðis vatnsbóls nema viðeigandi áhættumat vegna hugsanlegrar mengunar á grunnvatnsstraumum sé lagt fram, kortlagning á grunnvatnsstraumum sem rökstyðja að viðkomandi uppbygging sé ekki líkleg til að hafa áhrif á vatnsbólið og/eða að sýnt sé fram á viðeigandi mótvægisaðgerðir eða takmarkanir á starfsemi innan lóðarinnar sem unnt væri að gera grein fyrir innan deiliskipulags fyrir lóðina. Án frekari rökstuðnings gerir sveitarstjórn athugasemdir við alla uppbyggingu eða framkvæmdir innan grannsvæðis vatnsbóls VB8.
Mál nr. 25. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnesi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting - 2303045
Lögð er fram skipulagslýsing aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæðis M1.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 35. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-181 – 2302002F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-181 lögð fram til kynningar.

d) Fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 16. desember 2022.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 16. desember 2022.

e) Fundargerð 5. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 14. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 14. febrúar 2023.

f) Fundargerð 6. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 14. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 14. mars 2023.

g) Fundargerð 7. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga kjörtímabilið 2022-2026, 3. janúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesþings kjörtímabilið 2022-2026 sem haldinn var 3. janúar 2023.

h) Fundargerð 8. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga og stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga, 16. janúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesþings og stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga sem haldinn var 16. janúar 2023..

i) Fundargerð 4. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 27. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 27. mars 2023.

j) Fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 30. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 30. mars 2023.

k) Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga, 21. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Árnesinga sem haldinn var 21. mars 2023.

l) Fundargerð 592. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 3. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 592. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 3. febrúar 2023.

m) Fundargerð 593. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 3. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 593. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem halinn var 3. mars 2023.

n) Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 17. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 17. mars 2023.

2. Svar Sólheima vegna mögulegs samstarfs Grímsnes- og Grafningshrepps og Sólheima um vatnsöflun.
Fyrir liggur svarbréf frá Kristínu B. Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Sólheima ses., dagsett 31. mars 2023 við erindi sveitarfélagsins um mögulega samstarfssamning vegna vatnsöflunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt formanni framkvæmda- og veitunefndar og umsjónarmanni framkvæmda og veitna að vinna málið áfram.

3. Hringtorg við Borg í Grímsnesi.
Borg í Grímsnesi er ört stækkandi byggðarkjarni við Biskupstungnabraut og í dag búa þar um 150 manns og fyrirséð að íbúafjöldi tvöfaldist á næstu tveimur árum.
Fyrir liggur að öllum lausum lóðum hefur verið úthlutað á Borg og verið er að vinna deiliskipulag vegna stækkunar á byggðinni.
Til að bregðast við fjölgun og auka þjónustumöguleika sveitarfélagsins hafa tvö svæði verið skipulögð, annarsvegar miðsvæði við Biskupstungnabraut og Vesturbyggð norðan við miðsvæðið.
Á miðsvæðinu er gert ráð fyrir hótelbyggingu, blöndu af íbúðum og atvinnuhúsnæði og einnig bensínsölu og hraðhleðslu á lóð nr. 1. Í Vesturbyggð er í fyrsta áfanga gert ráð fyrir um 60 íbúðum í blandaðri byggð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vill í ljósi ofangreinds óska formlega eftir að Vegagerðin byggi hringtorg við veg að Skagamýri með tengingu við nýja íbúabyggð þannig að hægt sé að tryggja gott flæði umferðar og umferðaröryggi íbúa og gesta á svæðinu. Sveitarstjóra falið að senda bókun sveitarstjórnar á Vegagerðina og hefja formlegt samtal.

4. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 147/2022 Heiðarbrún.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 147/2022, kæra á stjórnsýslulegri meðferð Grímsnes- og Grafningshrepps við breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna lóðanna Heiðarbrúnar 2-10 og Tjarnholtsmýri 1-15 á jörðinni Bjarnastöðum 1. Samkvæmt 52. grein skipulagslaga verða ákvarðanir sem ber undir Skipulagsstofnun og ráðherra til staðfestingar ekki bornar undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, í 3. mgr. 29. gr sömu laga kemur fram að aðalskipulag sé háð samþykki sveitarstjórnar og staðfestingu Skipulagsstofnunar og ráðherra í þeim tilvikum sem hann skal staðfesta aðalskipulag. Kærumálinu var því vísað frá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

5. Bréf frá Innviðaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 15. mars 2023, þar sem ráðuneytið hvetur sveitarfélög til þess að kynna sér tillögur verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

6. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. mars 2023, þar sem vakin er athygli á samnorrænni könnun um heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu sveitarfélaga.

7. Erindi frá Íslenska bænum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Hannesi Lárussyni og Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, dagsett 15. febrúar 2023.

8. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 72/2023, „Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar markmiðum ríkisins um að gera sveitarfélögin í landinu betur í stakk búin til að sinna lögbundnum skyldum sínum, takast á við aukna ábyrgð og áskoranir til framtíðar með stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga.
Í hvítbókinni í málefnum sveitarfélaganna er talsvert fjallað um sameiningar og vill sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps líkt og áður hvetja innviðaráðuneytið og aðra sem koma að málefnum sveitarfélaganna að virða sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga sem og lýðræðislegan rétt íbúa til að ákveða sjálfir hvernig best er að haga sveitarfélagaskipan á hverju svæði. Sameining sveitarfélaga getur verið góður valkostur, en meginatriði er að hún verði á grundvelli ákvörðunar íbúanna sjálfra með lýðræðislegum kosningum.
Sveitarstjórn telur það jákvætt að skilgreina eigi lágmarks þjónustu sveitarfélaga.
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir það að fyrir liggi frekari skilgreining á hugtakinu búsetufrelsi til að auðvelda raunhæfa nálgun þess.
Sveitarstjórn telur að í vinnu við skoðun á því hvort ástæða sé til breytinga á lögum um lögheimili og aðsetur þurfi að hafa í huga að skipulagsvald sveitarfélaga er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar þeirra og er það aðalskipulag sveitarfélaganna sem ræður því hvar heimilt er að skrá lögheimili samkvæmt gildandi lögum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggur áfram ríka áherslu á að þegar skoðaðar verða hugmyndir um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að eyða gráum svæðum þurfi að hafa víðtækt samráð og vanda betur til verka heldur en hefur hingað til verið gert við yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. yfirfærsluna á málefnum fatlaðs fólks.

9. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:30.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?