Fara í efni

Sveitarstjórn

546. fundur 03. maí 2023 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 8. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 2. maí 2023. Mál nr. 8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 8. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 2. maí 2023.
Mál nr. 8; Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 25.04.2023 um endurnýjun á heitum pottum við sundlaug.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 25.04.2023 um endurnýjun á heitum pottum við sundlaug. Núverandi pottar eru orðnir töluvert skemmdir enda komnir til ára sinna. Áætlaður kostnaður við endurnýjun potta með efni og vinnu er 5.664.458 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að pottarnir verði endurnýjaðir sem fyrst og að verkinu verði lokið fyrir sumarið. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Mál nr. 9; Minnisblað Ragnars Guðmundssonar 19.04.2023 um gatnagerðargjald í þéttbýli.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.04.2023 um gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er farið yfir núverandi fyrirkomulag á innheimtu gatnagerðargjalda ásamt tillögu að breytingum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hefja vinnu við endurskoðun á gatnagerðagjöldum og samþykkt um gatnagerðargjöld og felur Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna að vinna að málinu.
b) Fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar UTU, 12. apríl 2023.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 12. apríl 2023.
Mál nr. 12; Hallkelshólar lóð (L168514); byggingarleyfi; dæluhús mhl 9, 10 og 11 - 2304023
Fyrir liggur umsókn Ingiþórs Björnssonar fyrir hönd Ísþór ehf., móttekin 31.03.2023, um byggingarleyfi fyrir þremur dæluhúsum, mhl 09 52,2 m2, mhl 10 40 m2 og mhl 11 40 m2 á jörðinni Hallkelshólar lóð L168514 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 13; Torfastaðir 1 L170828; Bakkahverfi; Stofnun lóðar – 2304028
Lögð er fram umsókn f.h. Torfu ehf er varðar stofnun landeignar úr landi Torfastaða 1 L170828. Um er að ræða 25,7 ha land sem nær utan um þegar deiliskipulagðrar frístundalóðir, sem eru óstofnaðar, ásamt opnu svæði, göngustígum og aðkomuvegum. Óskað er eftir að landið fái staðfangið Bakkahverfi og gert er ráð fyrir að göturnar tvær innan skipulagsins fái staðvísana Njálsgata og Eiríksgata.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn eða framlagðar tillögur að staðfangi og staðvísum innan svæðisins og samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 14; Ferjubakki 1 og 3; Aðkoma Ferjubakka 1 færð yfir á Mánabakka; Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2304039
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Ferjubakka 1 og 3 í landi Ásgarðs sem tekur til Ferjubakka 1. Í breytingunni felst að aðkomu að lóðinni er breytt þannig að hún verði um Mánabakka.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi ásamt því að vera grenndarkynnt lóðarhafa Suðurbakka 2.
Mál nr. 15; Ytriá lóð 2 L201359; Bygging 7 smáhýsa; Fyrirspurn - 2304025
Lögð er fram fyrirspurn frá Jóhanni Vigni Gunnarssyni er varðar áform um að byggja 7 smáhýsi á lóðinni Ytriá 2 ætlað til útleigu til ferðamanna. 6 smáhýsi yrðu um 36 m2 hvert, ætlað 1-4 einstaklingum hvert, og 1 hýsi um 65 m2 með 5 einstaklings herbergjum. Allt í allt um 281 m2. Ytriá 2 er horn lóð, 11.900 m2, með lóðarmörk að Ytriá 4 að vestanverðu og Hvammsvegi 2 að norðanverðu. Að sunnanverðu er áin Ytriá og liggur Stóri-Háls að henni sunnanverðri. Lóðin er með sér innkeyrslu frá stofnvegi (Stóra-Hálsvegi). Meðfylgjandi er áætluð uppstilling á lóðinni ásamt nýlegum loftmyndum af svæðinu.
Viðkomandi svæði er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Jafnframt er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir uppbyggingu frístundahúss allt að 200 fm ásamt geymslu, svefnhúsi eða gróðurhúsi að 25 fm. Sveitarstjórn telur að sú uppbygging sem tilgreind er innan fyrirspurnar samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins eða deiliskipulagi. Slík uppbygging væri í öllum tilfellum háð því að viðkomandi svæði yrði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og unnið væri nýtt deiliskipulag sem tæki sérstaklega á slíkri uppbyggingu.
Mál nr. 16; Vaðnes; Frístundabyggð; 4. áfangi; Deiliskipulag - 2204055
Lögð er fram tillaga deiliskipulags er varðar stækkun frístundabyggðar í landi Vaðness eftir auglýsingu. Breytingar hafa verið gerðar á tillögunni vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og hefur umfang tillögunnar minnkað umtalsvert. Í tillögunni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 31 sumarhúsalóð á 24,7 hektara svæði. Athugasemdir og umsagnir bárust við auglýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum umsækjanda, uppfærðum gögnum og samantekt UTU á athugasemdum og viðbrögðum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um að niðurstaða fornleifaskráningar verði færð inn á uppdrátt með fullnægjandi hætti í samræmi við leiðbeiningar Minjastofnunar þess efnis. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við Minjastofnun og málsaðila um uppfærslu gagna í takt við minjaskráningu sem unnin hefur verið fyrir svæðið. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og samantektar á athugasemdum og andsvörum að öðru leiti. Umfang svæðisins hefur verið minnkað umtalsvert í takt við athugasemdir hagsmunaaðila á aðliggjandi svæði. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu verði tilkynnt um niðurstöðu sveitarfélagsins.
Mál nr. 19; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-182 - 2303004F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-182.
c) Fundargerð 98. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 22. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 98. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 22. febrúar 2023.
d) Fundargerð 99. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 8. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 99. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 8. mars 2023.
e) Fundargerð 9. fundar seyrustjórnar, 18. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar seyrustjórnar sem haldinn var 18. apríl 2023.
f) Fundargerð 9. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 24. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 24. mars 2023.
g) Fundargerð 10. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 14. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 14. apríl 2023.
h) Fundargerð 5. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 17. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 17. apríl 2023.
i) Fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 25. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 25. apríl 2023.
j) Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 21. apríl
Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 21. apríl 2023.
k) Fundargerð 59. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 24. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 24. mars 2023.
l) Fundargerð 60. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 4. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 4. apríl 2023.
m) Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 17. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 17. apríl 2023.
n) Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 31. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 31. mars 2023.
o) Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. mars 2023.
p) Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 5. apríl 2023.
q) Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 17. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 17. apríl 2023.
2. Erindi frá Sverri E. Eiríkssyni.
Sverrir E. Eiríksson kom inn á fundinn ásamt Kristni Ragnarssyni og Rafael Cao Romero Milan og kynnti áform um uppbyggingu ferðaþjónustu við Þrastalund og Ljósafossskóla.
Sveitarstjórn þakkar áhugaverða kynningu en vekur athygli á því að verkefnið þurfi að fara í gegnum lögformlegt skipulagsferli.
3. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði kl. 9.00 þann 17. maí og þann 24. maí.
4. Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2023.
Lögð fram húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2023. Áætlunin var unnin á rafrænum grunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp 2023.
5. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur umsókn Birtu Flókadóttur um að barn hennar fái skólavist utan lögheimilissveitarfélags við Sjálandsskóla í Garðabæ út skólaárið 2022-2023 og skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að barnið fái að stunda nám við Sjálandsskóla í Garðabæ út skólaárið 2022-2023 þar sem lítið er eftir af skólaárinu. Jafnframt er umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2023-2024 hafnað og gert verður ráð fyrir barninu við undirbúning næsta skólaárs í Kerhólsskóla.
6. Frístundastrætó í Uppsveitum.
Lögð fram áskorun frá íþróttafélögum Uppsveitanna þar sem skorað er á sveitarstjórnir í Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi að koma af stað verkefni í samstarfi við íþróttafélögin með frístundastrætó til að auðvelda krökkum að stunda sína íþrótt sama hvar hún er stunduð í Uppsveitunum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til umfjöllunar í oddvitanefnd Uppsveitanna.
7. Ársskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron 2022.
Lagt fram til kynningar.
8. Ársskýrsla Skógræktarfélags Grímsnesinga 2022.
Lagt fram til kynningar.
9. Ársskýrsla Hestamannafélagsins Jökuls 2022.
Lagt fram til kynningar.
10. Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2022.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 150/2022, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. október 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Kerhrauns C88.
Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. október 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Kerhrauns C88 er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. september 2022 um að samþykkja deiliskipulag Kerhrauns, svæða A, B og C, hvað varðar lóðina Kerhraun C88 er hafnað.
11. Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2023.
Fyrir liggur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf verður haldinn þann 9. maí 2023 klukkan 14:30. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragna Björnsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
12. Aðalfundur Rangárbakka.
Fundargerð aðalfundar Rangárbakka lögð fram til kynningar.
13. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 85/2023, „Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027“.
Lagt fram til kynningar.
14. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs frumvarp til laga um mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
Lagt fram til kynningar.
15. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
Lagt fram til kynningar.
16. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, „Grænbók um sjálfbært Ísland“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
17. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, „Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:40.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?