Fara í efni

Sveitarstjórn

304. fundur 06. júní 2012 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. maí 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. maí 2012 liggur frammi á fundinum.

      
2.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. maí 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. maí 2012 liggur frammi á fundinum.

      
3.       Fundargerð 47. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 24.05 2012.

Mál nr. 1, 2, 5, 13, 14 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr.  1, 2, 5, 13, 14, og 15 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
4.   Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundi sveitarstjórnar þann 16. maí s.l. voru lögð fram drög að skólastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að  leggja skólastefnuna fram til kynningar á íbúaþingi þann 11. júní n.k.

 
5.   Samkomulag um matjurta- og skógarreit fyrir nemendur Kerhólsskóla.
Á skólaslitum Kerhólskóla þann 2. júní s.l. var undirritað samkomulag milli  Grímsnes- og Grafningshrepps og Kerhólsskóla um matjurta- og skógarreit fyrir nemendur Kerhólsskóla. Sveitarfélagið afhendir Kerhólsskóla 5000 m2 landspildu á Golfvellinum að Minni Borg til afnota næstu 30 árin. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag.


6.   Sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni um hugmyndir að sameiginlegu tæknisvið uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir og samþykkir að taka þátt í frekari viðræðum um sameiginlegt tæknisvið.

 
7.   Sérfræðiskýrsla um fjárfestingar vegna nýrrar skólabyggingar.
Fyrir liggur sérfræðiskýrsla til samræmis við 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna nýrrar skólabyggingar. Ekki er gerð athugasemd við byggingu skólans.

 
8.       Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs. Um er að ræða u.þ.b. 14 ha svæði sem í dag er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en með breytingunni verður að svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við aðliggjandi svæði. Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi hluta svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að bæta við um 10-11 frístundahúsalóðum. Lýsing var kynnt með auglýsingu sem birtist 18. apríl 2012 og var gefinn frestur til 30. apríl til að koma með ábendingar/athugasemdir. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust en fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 30. apríl. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
9.       Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Minni Borgar.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði sem nær til golfvallarsvæðis við Borg. Í breytingunni felst að afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis, merkt V7, breytist til samræmis við nýjar tillögur að uppbyggingu golfskála og gistimöguleika á svæðinu. Í stað þess að gera ráð fyrir þremur svæðum merkt V7 eru tvö þeirra felld út og í staðinn gert ráð fyrir svæði sem skilgreint er sem blönduð landnotkun opins svæðis til sérstakra nota og verslunar- og þjónustusvæðis. Þar sem ekki er um að ræða breytingar á mögulegu byggingarmagni verslunar- og þjónustusvæðis er að mati sveitarstjórnar um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða og er hún samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
10.    Landskiptagjörð fyrir jörðina Ásgarð.

 Land sveitarfélagsins.
Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands sem sýnir nýja spildu sem taka á úr landi Ásgarðs, lnr. 177813. Samkvæmt uppdrætti nær spildan að vestanverðu út í miðjan árfarveg Sogs í samræmi við landamerki Ásgarðs og skv. ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923 og að norðanverðu út í miðjan Búrfellslæk. Að austanverðu eru mörkin 10 m frá árbakka Sogs en þó ekki lengra en mörk sumarhúsalóða. Sveitarstjórn samþykkir nýju spildu skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.  

 
Land Búgarðs
Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands sem sýnir nýja spildu sem taka á úr landi Ásgarðs, lnr. 168229. Spildan er tvískipt, annars vegar er um að ræða 6,4 ha svæði sem liggur upp að Búrfellsvegi og Sogsvegi og hinsvegar er svæði sem liggur meðfram Soginu. Spildan við Sogið  nær að vestanverðu út í miðjan árfarveg í samræmi við landamerki Ásgarðs og skv. ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923, að norðanverðu út í miðjan Markalæk og að sunnaverðu út í miðjan Búrfellslæk.  Að austanverðu eru mörkin 10 m frá árbakka Sogs en þó ekki lengra en mörk sumarhúsalóða. Sveitarstjórn samþykkir nýju spildu skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.  

 
11.    Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, tillaga til kynningar.
Fyrir liggur tillaga af endurskoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 til umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
12.    Bréf frá Félagi sumarbústaðaeigenda í Bjarkarborgum um samvinnu við sveitarfélagið að leggja bundið slitlag að Bjarkarborgum.
Fyrir liggur bréf frá Félagi sumarbústaðaeigenda í Bjarkarborgum, dagsett 14. maí 2012, þar sem skorað  er á sveitarfélagið að taka þátt í lagningu á bundnu slitlagi frá Biskupstungnabraut að innkeyrslu í Bjarkarborgir. Sveitarstjórn vísar málinu til umsagnar í samgöngunefnd.

 
13.    Bréf frá stjórn Félags sumarhúsaeigenda við Heiðarbraut og Smámýrarveg um betri umgengni og hirðu á lóð í hverfinu.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Félags sumarhúsaeigenda við Heiðarbraut og Smámýrarveg, dagsett 12. maí 2012, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið geri athugsemdir við rusl á lóð í hverfinu. Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að vinna að lausn mála.

 
14.    Húsnæðismál á Borg.
Fyrir liggur að skortur er á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og hafa fjölskyldur þurft frá að hverfa þar sem ekki er til leiguhúsnæði.  Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til Íbúðalánasjóðs að hann endurskoði afstöðu sína og leigi nú þegar húsnæði í sinni eigu á Borg. 

 

 
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 138. stjórnarfundar 28.03 2012.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 139. stjórnarfundar 22.05 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 797. stjórnarfundar, 25.05 2012.
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  106. stjórnarfundar  21.05 2012.
Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dagsett 12. maí 2012,  ásamt ársreikningi og skýrslu um starfsemi ársins 2011.
Vottunarstofan Tún ehf., fundargerð aðalfundar fyrir árið 2011.
Vottunarstofan Tún ehf., skýrsla starfsemi Túns árið 2011.
Vottunarstofan Tún ehf., ársreikningur 2011.
Afrit af bréfi til Vegagerðarinnar frá Furuborgum, félagi í frístundabyggð, þar sem óskað er eftir betri vegtengingu inn á Biskupstungnabraut.
Bæklingur frá Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar um velferð barna.
Bréf frá SAMAN hópnum, dagsett 23. maí 2012, þar sem vakin er athygli á mikilvægi samveru foreldra og unglinga.
Bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 30. maí 2012, um dag íslenskrar náttúru þann 16. september n.k.
Bréf frá Verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti, dagsett 1. júní 2012, um að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti.
Samtök um kvennaathvarf, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?