Fara í efni

Sveitarstjórn

557. fundur 01. nóvember 2023 kl. 09:00 - 10:52 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar UTU, 25. október 2023.
Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 267. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 25. október 2023.
Mál nr. 8; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnesi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting - 2303045.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á landnotkunarsvæðum innan þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst endurskoðun afmörkunar og skilmála fyrir ÍB2. Endurskoðun afmörkunar og skilmála M1 og breytt afmörkun aðliggjandi svæða til samræmis við breyttar áherslur innan skipulagssvæðisins sem ofangreindir landnotkunarflákar taka til.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 9; Borgarhólsbraut 7 L169737 og Borgarhólsbraut 9 L169714; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóða - 2310025.
Lögð er fram umsókn um staðfestingu á afmörkun og breytta stærð lóðanna Borgarhólsbraut 7 L169737 og Borgarhólsbraut 9 L169714 skv. hnitsetningu sem ekki hefur legið fyrir áður. Borgarhólsbraut 7 er skráð 5.500 fm en mælist 5.627,5 fm og Borgarhólsbraut 9 er skráð 5.500 fm en mælist 5.627,5 fm skv. meðfylgjandi lóðablöðum. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir lóðirnar. Kvöð er á Borgarhólsbraut 7 um að eigendur Borgarhólsbrautar 9 hafi afnot af núverandi hellulögðum göngustíg sem liggur að húsi sem er innan lóðar 9. Ennfremur hafa eigendur lóða 7 og 9 fulla heimild til að nýta sér þau bílastæði sem eru niður við Borgarhólsbraut.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn.
Mál nr. 10; Neðan-Sogsvegar 14 (L169341); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður, breytt notkun í gestahús - 2212091.
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar, fyrir hönd Kristjáns Arnarssonar og Sifjar Arnarsdóttur, um byggingarheimild fyrir breyttri notkun í gestahús á þegar byggðum 55,6 m2 sumarbústaði mhl 01, byggður árið 1960, sem er staðsettur á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 14 L169341 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu og felur oddvita að vinna málið áfram.
Mál nr. 11; Nesjavellir; Skipulags- og matslýsing; Deiliskipulagsbreyting - 2310056.
Lögð er fram skipulags- og matslýsing er varðar breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Markmið endurskoðunar deiliskipulagsins er að skilgreina svæði fyrir nýjar uppbótarvinnsluholur og niðurdælingarholur. Endurskoðunin felur í sér breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar til samræmis við breytt aðalskipulag og verður afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð með tilliti til þessara breytinga. Einnig verða færðar inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp samþykkir samhljóða framlagða skipulags- og matslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 12; Öndverðarnes 2 lóð L170121; Selvíkurvegur 12 og 13; Skilmálar og skipting lóðar; Deiliskipulag - 2310041.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Öndverðarness 2 lóðar L170121. Lóðin er staðsett á frístundasvæðinu F30 í Öndverðarnesi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir frístundahús, aukahús og geymslu. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að skipta lóðinni upp í tvær lóðir, Selvíkurveg 12 og 13.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að málið verði sérstaklega kynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða við deiliskipulagssvæðið.
Mál nr. 13; Grænahlíð 1A L233884; Gesta- og þjónustuhús; Fyrirspurn - 2310064.
Lögð er fram fyrirspurn frá Suðurhæðum ehf. um leyfi til að byggja gesta- og þjónustuhús fyrir ferðamenn á landinu Grænahlíð 1A. Lóðin liggur utan skilgreindra deiliskipulagsmarka Grænuhlíðar. Landnotkun á svæðinu skv. aðalskipulagi er skilgreint landbúnaðarsvæði (L3) og leyfilegt nýtingarhlutfall því 0,05. Húsunum er skipt upp í minni einingar og liggja með landinu þannig þau falli sem best að landslaginu.
Að mati sveitarstjórnar er uppbygging ferðarþjónustu á viðkomandi lóð háð því að unnin verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði og að unnið verði deiliskipulag sem gerir með ítarlegri hætti grein fyrir uppbyggingu innan lóðarinnar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við að unnin verði sameiginleg skipulags- og matslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags. Lýsing væri kynnt sérstaklega innan skipulagssvæðis við Grænuhlíð þar sem sameiginlegir hagsmunir eru á svæðinu m.a. gagnvart vegtengingu.
Mál nr. 14; Stóra-Borg lóð 16 L218060; Íbúðarsvæði með rúmum byggingarheimildum; Deiliskipulag - 2302027.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir landbúnaðarsvæði í landi Stóru-Borgar lóðar 16 L218060. Svæðið, sem er 54,9 ha að stærð, er staðsett norðvestan við Borg í Grímsnesi og kemur til með að heita Borgarheiði. Með deiliskipulaginu eru skilgreindar 32 lóðir sem eru á bilinu 0,9-1,5 ha. Aðkoma er frá Biskupstungnabraut (35) og í gegnum þéttbýlið á Borg. Gönguleiðakerfi tengir svæðið við nærliggjandi græn svæði og við þéttbýlið Borg. Heimilt er að vera með létta atvinnustarfsemi innan lóða, s.s. skógrækt, húsdýrahald og minniháttar verslun.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða með fyrirvara um uppfærð gögn, greinargerðin tiltekur 29 lóðir í skilmálatöflu en uppdrátturinn sýnir 32 lóðir. Eftir að uppfærð gögn hafa borist, þá verði það auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 15; Borg í Grímsnesi; Borgarteigur; Íbúðarbyggð og hesthúsahverfi; Deiliskipulag - 2210030.
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur til Borgarteigar, landbúnaðarsvæðis við Minni-Borg golfvöll, Móaflöt 1 og Móaflöt 2-11. Svæðið er staðsett sunnan Biskupstungnabrautar og austan Sólheimavegar. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað svæði fyrir 12 íbúðalóðir og hesthúsahverfi. Íbúðalóðir eru með rúmum byggingarheimildum og er heimilt að stunda þar léttan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustum sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða. Gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda verður tryggt með hjóla- og göngustíg samhliða Sólheimavegi, milli Borgar og Sólheima.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 19; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-193 – 2310003F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-193.
b) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 24. ágúst 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 24. ágúst 2023.
c) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 17. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 17. október 2023.
d) Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 16. október 2023.
2. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2024, fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024 og skipulag vinnu framundan.
Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar miðvikudaginn 15. nóvember og mánudaginn 27. nóvember.
Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.
3. Staða landbúnaðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir áhyggjum yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar. Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum og íþyngjandi vaxtakostnaður hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í flestum greinum landbúnaðar.
Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundins búskapar enda skiptir innlend matvælaframleiðsla miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera ein af grunnstoðum búsetu í dreifðum byggðum.
Sveitarstjórn hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í íslenskum landbúnaði. Að óbreyttu er framtíð íslensk landbúnaðar og matvælaframleiðslu í landinu í hættu eins og bent hefur verið á um nokkurt skeið. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á stjórnvöld að tryggja stuðning við landbúnað til lengri tíma og með því tryggja möguleika á nýliðun í greininni sem og matvælaöryggi þjóðarinnar.
4. Minnisblað frá umsjónarmanni umhverfismála um villtar kanínur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt var fram minnisblað frá umsjónarmanni umhverfismála um villtar kanínur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Undanfarin 2-3 ár hefur borist talsvert af kvörtunum/ábendingum í gegnum síma og tölvupóst vegna fjölgunar á kanínum í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela umsjónarmanni umhverfismála að vinna málið áfram.
5. Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.
Fyrir liggur skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
6. Erindi frá Aflinu samtökum fyrir þolendur ofbeldis.
Fyrir liggur bréf frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000,- kr. vegna reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.
7. Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. Innviðaráðuneytis, þar sem vakin er athygli sveitarstjórnar á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
8. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Lagt fram til kynningar.
9. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, „Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla“.
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrslu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þakkar fyrir það tækifæri að fá að senda inn umsögn varðandi drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál).
Grímsnes- og Grafningshreppur leggur áherslu á að mikilvægt sé að hægt sé að byggja íbúðarhús á jörðum eða skipulögðum svæðum í dreifbýli þar sem aðstæður leyfa í tengslum við þá innviði sem til staðar eru.
Grímsnes- og Grafningshreppur tekur undir markmið hvítbókarinnar um bætt aðgengi að miðhálendinu, sem er í samræmi við stefnu í tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis um að bætta stofnvegi.
Grímsnes- og Grafningshreppur ítrekar áherslu sína sem kom fram í umsögn sinni um grænbók skipulagsmála um að tryggja þurfi aðkomu sveitarfélaga að vinnunni þegar skilgreina á þjóhagslega mikilvæga innviði og eins við mótun á farvegi um stefnumörkun sem varðar sameiginlegar skipulagsákvarðanir um þjóðhagslega mikilvæga innviði. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögunum og sveitarstjórnum sem vinna og lifa á því svæði sem þau hafa skipulagsvaldið yfir og því má áætla að viðkomandi aðilar séu líklega best til þess fallin að stýra skipulagsmálum á sínum svæðum og koma að allri vinnu tengdum skipulagsmálum.
Grímsnes- og Grafningshreppur tekur undir umsögn Bláskógabyggðar í tengslum við kafla 7.3. um markmið um samkeppnishæft atvinnulíf, áherslu g.
„Skipulag og uppbygging ferðaþjónustu gæti að varðveislu þeirra gæða sem hún byggist á. Bent er á ósamræmi milli flokkunar og staðsetningar þjónustustaða á Suðurhálendi milli hvítbókar og tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis sem Skipulagsstofnun hefur fengið til athugunar og svæðisskipulagsnefnd undirbýr nú að auglýsa. Flokkun þjónustustaða í Hvítbók byggir á gömlum upplýsingum og er þar sama og óbreytt frá Svæðisskipulagi miðhálendis 2015, sem nú er úr gildi fallið. Í svæðisskipulagi Suðurhálendis eru tillögur að breytingum á þjónustustöðum og eru þær breytingar fram settar í kjölfarið á rýni sveitarfélaganna á þessum stöðum. Markmiðið með breytingunum er annars vegar að draga úr áætluðu umfangi með því að færa staði niður um flokk, og hins vegar að uppfæra þá staði sem sveitarfélögin meta, út frá stefnu sinni og þeirri uppbyggingu sem er á stöðunum í dag, að eigi að fara upp um flokk.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fer fram á að eftirtaldar breytingar verði gerðar á flokkun þjónustustaða m.t.t. stefnu í tillögu að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi.
o Hólaskógur og Hrauneyjar verði færðar niður um flokk úr jaðarmiðstöð í hálendismiðstöð.
o Háumýrar verði færðar niður um flokk úr hálendismiðstöð í fjallasel
o Sex skálasvæði færast niður um flokk og verða fjallasel.
o Geldingafell verði skálasvæði, en það er nýtt svæði.
o Fjögur fjallasel færast upp um flokk og verði skálasvæði; Blágil, Áfangagil, Emstrur/Botnar, Svartárbotnar/Gíslaskáli.
o Húsadalur/Markarfljót færist upp úr flokki skálasvæða í hálendismiðstöð.“
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er að sjálfsögðu reiðubúin til frekara samráðs og samtals um þau atriði sem fram koma í umsögn þessari.
10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2023, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir“.
Umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir staðfest samhljóða.
Innviðaráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi innviðaráðherra til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir (sérstakt aðsetur í húsnæði, fjöldatakmörkun lögheimilis í íbúðarhúsnæði, leiðréttingar, aðgangur að húsnæði til eftirlits, þvingunarúrræði.). Frumvarpsdrögin voru birt á samráðsgátt stjórnvalda 20. október sl. og var frestur til að skila inn athugasemdum veittur til 29. október.
Grímsnes- og Grafningshrepps vill byrja á því að gera athugasemd við hversu stuttur tími var gefinn í að skila inn umsögn um málið. Oddviti sveitarstjórnar sendi tölvupóst á innviðaráðuneytið þann 26. október og óskaði eftir fresti til 1. nóvember en fékk engin svör og lítur sveitarfélagið því svo á að tekið verði við umsögn sveitarfélagsins og hún tekin til greina þó umsagnarfrestur sé liðinn.
Í frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að inn komi nýtt ákvæði í lög nr. 80/2018, um lögheimili og aðsetur, um heimild til að skrá tímabundið aðsetur í atvinnuhúsnæði, sem uppfyllir ekki skilyrði 3. mg. 2. gr. lögheimilislaga. Hér er á ferðinni frávik frá meginreglunni um að lögheimili skuli aðeins skráð í íbúð eða hús sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá.
Eins og segir í 1. gr. frumvarpsdraganna er gert ráð fyrir því að skilyrði fyrir skráningu sérstaks aðseturs í atvinnuhúsnæði verði að viðkomandi einstaklingur sé skráður án tilgreinds heimilisfangs í sveitarfélaginu. Þá er sérstaklega tekið fram í athugasemdum við 1. gr. í greinargerð frumvarpsdraganna að skráningin geti eingöngu átt við um atvinnuhúsnæði og þar af leiðandi ekki annað húsnæði eins og vita, útihús, kofa, garðhýsi eða sambærilegt mannvirki og hér er ekki átt við orlofshúsnæði. Markmið þessarar breytingar er fyrst og fremst að ná betri yfirsýn yfir þann hóp manna sem býr í atvinnuhúsnæði, og er það einkum gert til þess að gæta að öryggi og brunavörnum á viðkomandi stöðum. Eingöngu er um að ræða tímabundna heimild sem gildir í eitt ár í senn.
Grímsnes- og Grafningshreppur telur mikilvægt að árétta að skráning fólks án tilgreinds heimilisfangs í sveitarfélagi byggist á 1. og 2. mgr. 4. gr. núgildandi lögheimilislaga. Þar er á ferðinni undantekningarregla sem gildir þegar óvissa ríkir um fasta búsetu einstaklings. Í ákvæðunum segir:
„Leiki vafi á því hvar föst búseta einstaklings er, t.d. vegna þess að hann býr á fleiri en einum stað og í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar búsetu. Um er að ræða aðalatvinnu þegar hún gefur tvo þriðju hluta af árstekjum eða meira.
Verði ekki skorið úr um lögheimili einstaklings skv. 1. mgr. er heimilt að skrá einstakling til lögheimilis í sveitarfélagi án tilgreinds heimilisfangs. Skal þá miðað við það sveitarfélag þar sem hann hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl.“
Einstaklingur býr til dæmis að staðaldri í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir ekki skilyrði til fastrar búsetu og á í engin önnur hús að venda verður samkvæmt orðalagi 1. mgr. 4. gr. gildandi lögheimilislaga ekki sjálfkrafa skráður með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi, enda leikur enginn vafi á um búsetu hans. Ekki verður séð að efni frumvarpsdraganna komi til með að breyta þessu.
Að mati Grímsnes- og Grafningshrepps færi betur á því að hin tímabundna undanþáguheimild til skráningar sérstaks aðseturs í atvinnuhúsnæði verði til dæmis færð undir ákvæði 3. gr. gildandi lögheimilislaga, þar sem fjallað er um frávik frá lögheimilisskráningu, í stað þess að setja skráninguna í samhengi við 4. gr., sem á eingöngu við þegar óvissa ríkir um lögheimili. Í 2. mgr. 3. gr. má finna undantekningu frá 2. gr. laganna sem heimilar skráningu lögheimilis „á stofnunum fyrir aldraða, í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og starfsmannabústöðum þótt húsnæðið sé ekki skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá.“
Grímsnes- og Grafningshreppur telur mikilvægt að fram fari viðhlítandi greining á því hvaða þýðingu tillögur frumvarpsdraganna geti haft fyrir réttindi og skyldur viðkomandi einstaklinga og sveitarfélaga. Má í þessum efnum nefna að samkvæmt 3. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 telst hver maður íbúi sveitarfélags þar sem hann á lögheimili. Mikilvægt er að skýrt liggi fyrir hvaða skyldur sveitarfélög hafa gagnvart þeim einstaklingum sem ekki eru skráðir með sérstakt aðsetur. Ekki verður séð slík greining hafi farið fram.
Grímsnes- og Grafningshreppur fagnar því að við breytingarnar muni byggingarfulltrúi fá heimild til að leggja á stjórnvaldssektir á einstakling og/eða lögaðila.
Í greinagerðinni sem fylgir frumvarpinu segir:
„Það skal sérstaklega tekið fram að skilyrði fyrir skráningu er að þessir aðilar séu með lögheimili án tilgreinds heimilisfangs í viðkomandi sveitarfélagi. Réttindi og skyldur fylgja viðkomandi lögheimilisskráningu en ekki aðsetri. Engin réttindi fylgja aðseturskráningu og það skal áréttað að aðsetursskráning er ekki það sama og lögheimilisskráning.“
Þar er áréttað að engin réttindi fylgi aðsetursskráningunni en þá eru sveitarfélögin engu að síður enn á sama stað og með aðra íbúa sem eru skráðir með ótilgreint heimilisfang og þá óvissu um hvers konar þjónustu eigi að veita til íbúa sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu en hafa ekki staðfest staðfang. Hvert á skólabíllinn að sækja börnin ef atvinnuhúsnæðið er út í sveit? Á heimaþjónustan og heimahjúkrun að vera veitt í atvinnuhúsnæði? O.fl.
Grímsnes- og Grafningshreppur gerir athugasemd við að þessi sérstaka aðseturs skráningu sé til frambúðar í lögunum og ekki sé gert ráð fyrir reynslutíma og/eða því að þetta sé ekki tímabundið dagsett úrræði í lögunum þrátt fyrir að greinagerðin segi:
„Því var ákveðið að leggja til tímabundið sérstakt aðsetur í atvinnuhúsnæði og er það gert í öryggisskyni.“
Á öðrum stað í greinagerðinni segir nefnilega:
„Úrlausnarefni þessa frumvarps er ekki að öllu leyti einfalt. Frumvarpið varðar einstaklinga sem njóta réttinda en bera einnig skyldur en einnig varðar hluti þessa frumvarps fasta búsetu í húsnæði sem ekki er heimilt að hafa fasta búsetu í og ekki stendur til að heimila búsetuna í bráð.“
Grímsnes- og Grafningshreppur veltir því þá fyrir sér hvort þetta verði þá mögulega leyft þegar fram líða stundir.
Sveitarfélagið vill taka fram að miðað við þær athugasemdir sem hafa nú þegar komið fram í samráðsgátt að þá setur sveitarfélagið sig alfarið upp á móti því að leyft verði sérstakt aðsetur í frístundahúsabyggðum samhliða þessum breytingum.
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur áhuga á að fá nánari útlistun og upplýsingar um 14. gr. og þá sérstaklega lið e:
„Ný 6. mgr., orðast svo: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að innheimta gjöld
fyrir veitta þjónustu og verkefni sem stofnuninni er falið að annast eða hún tekur að sér, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfis og vottorða, fyrir útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og útgáfu starfsleyfa og löggildinga, samkvæmt gjaldskrá sem stjórn stofnunarinnar setur. Gjaldið skal aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þjónustuna.“
Í greinagerðinni er eingöngu eftirfarandi skýring:
„Ekki er sérstök ástæða til að skýra ákvæðin sérstaklega en rétt þó að vekja athygli á e liðnum en þar er að finna gjaldskráheimild sem er sambærileg gjaldskrá heimild og er að finna í lögum um mannvirki. Ákvæðið veitir stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnun heimild til að setja gjaldskrá fyrir þjónustugjöld fyrir veitta þjónustu. Ákvæðið þarfnast ekki frekari skýringar.“
Er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að fara að vinna verkefni sem hafa hingað til verið á forræði sveitarfélaganna?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er að sjálfsögðu reiðubúin til frekara samráðs og samtals um þau atriði sem fram koma í umsögn þessari.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:52.

Getum við bætt efni síðunnar?