Fara í efni

Ungmennaráð

4. fundur 19. janúar 2017 kl. 18:00 - 19:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • ásamt starfsmanni sveitarfélagsins Gerði Dýrfjörð.
Gerður Dýrfjörð
  1. Á síðasta fundi var rætt um að stofna íþróttahóp og fá leiðbeinanda einu sinni í viku eftir skóla. Gerður (starfsmaður ráðsins) fékk það hlutverk að athuga hvort Ungmennafélagið Hvöt borgi leiðbeinanda og var það samþykkt. Sveinn, Kristberg og Jón Marteinn ætluðu að athuga með þátttöku annarra ungmenna á þessum tíma. Þeir gerðu það og var áhugi það mikill að ákveðið var að auglýsa eftir leiðbeinanda. Gerður mun sjá um það. 
  2. Áætlað er að ungmennaráð fari á fund með Sveitarstjórn 15. mars 2017. Fundurinn er kl 09.00 og þarf að sækja um frí í skóla fyrir þá sem munu mæta á fundinn fyrir hönd ráðsins.
  3. Kristberg vill gjarnan taka upp mál tónlistarkennslu.
  4. Ákveðið var að Gerður athugi með skólastjórnendur um að fá að hitta þá sem eru í Kerhólsskóla á skólatíma og undirbúa fundinn.
Getum við bætt efni síðunnar?