Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Íbúaþing um skólamál

Íbúaþing um skólamál verður haldið í Félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn  6. nóvember n.k. Boðið verður upp á súpu og brauð klukkan 19:00  og hefst þingið klukkan 19:30.

Fyrr um daginn verður haldið samskonar þing fyrir nemendur á  grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

Málefni þingsins er framtíðarskipulag skólamála í Grímsnes- og Grafningshreppi og verður meðal annars rætt um málefni    9. og 10. bekkjar og hvernig fyrirkomulag skuli vera á því til framtíðar.

Einnig verður rætt um hvað íbúar vilji að einkenni skólastarf í sveitarfélaginu í framtíðinni og hvaða úrbætur eða breytingar íbúar vilji sjá í skólastarfi sveitarfélagsins.

Íbúar, jafnt ungir sem aldnir, eru hvattir til að mæta á þingið til að  koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Einnig er vert að benda á skólastefnu sveitarfélagsins á  heimasíðu sveitarfélagsins Skolastefna 2013

Stjórnun og úrvinnsla íbúaþingsins verður í höndum Capacent.

Fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps

 

 

Nýtt útilistaverk afhjúpað á Borg í Grímsnesi eftir Halldór Ásgeirsson, laugard. 1. nóvember kl. 16

Í Listasafni Árnesinga má fá nánari innsýn í listferil hans á sýningunni VEGFERÐ – listamannsspjall kl. 14

 Á fjölbreyttri dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi vill Listasafn Árnesinga benda sérstaklega á afhjúpun útilistaverks laugardaginn 1. nóvember kl. 16 á Borg í Grímsnesi. Listaverkið er eftir Halldór Ásgeirssn og hægt er að kynnast list hans betur á sýningunni VEGFERÐ í Listasafni Árnesinga og hann verður með listamannsspjall í safninu þennan laugardag kl. 14 að lokinni opinni æfingu Kammerkórs Suðurlands kl. 12-14.

Lesa meira

Grafningur og Grímsnes. Byggðasaga.

Grafningur.kapaÚt er komin bókin Grafningur og Grímsnes ─ Byggðasaga, í samantekt Sigurðar Kristins Hermundarsonar. Þar er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890─2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla. Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verkinu, sem lýtur m.a. að staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi merkra ljósmynda prýðir það, frá öllum þeim tíma sem fjallað er um. Þetta er vandað og viðamikið ritverk sem er mikilsvert innlegg í sunnlenska byggðasögu.

Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og er hægt að panta hana á netfanginu holar@holabok.is eða í síma 692-8508.  Tilboðsverð á bókinni til 15. nóvember er 6.980, en fullt verð hennar er 7.980-.

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015

minjastofnunlogoHlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:
 viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.
 viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
 byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið !

skyndi2Kvenfélag Grímsneshrepps býður íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 14 ára og eldri, á  skyndihjálparnámskeið.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember 2014, kl. 1000-1400 í Félagsheimilinu Borg. Kennari verður Anna Margrét Magnúsdóttir frá Rauða krossinum í Árnessýslu.

Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið er boðið að skrá þátttöku fyrir 25. október n.k. til:

Siggu í síma 898-4428 – Elsu í síma 486-4515 eða á netfangið kvenfel@gmail.com.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.  Ef námskeiðið annar ekki eftirspurn mun kvenfélagið standa fyrir öðru námskeiði fljótlega. Skráningargjald er kr. 1.000.- og greiðist inná reikning kvenfélagsins 0152-26-020958, kt. 420389-1329. Boðið verður upp á létta hressingu á námskeiðinu eins og kvenfélagskvenna er siður :)

Endilega skráðu þig og vertu með

Kunnátta í skyndihjálp getur bjargað mannslífi.

Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps

Sjá allar fréttir