Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

SÓLHEIMAKIRKJA

Kirkjuskóli Sólheimakirkju verður laugardaginn 28. mars kl. 13:00

Nú erum við í sjöunda himni og ljúkum föndrinu fyrir páskana. Söngur, sögur, föndur og gleði

Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur við lok stundarinnar

Verið öll hjartanlega velkomin

 

Hátíðarmessa á Páskadag 5. apríl kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar

Organisti er Ester Ólafsdóttir

Einsöng syngur Heiða Árnadóttir

Meðhjálpari er Erla Thomsen

Verið öll hjartanlega velkomin

Húsaleigubætur

Minnum á að þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur   í sveitarfélaginu þurfa að skila inn  staðfestu skattframtali 2015 og þremur síðustu launaseðlum sínum fyrir 17. apríl n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins svo húsaleigubætur falli ekki niður.

Sveitarstjóri

Umsóknareyðublað fyrir húsaleigubætur er hér: http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-eydublod/Eydublad_Husaleigubaetur.pdf

 

PÁSKABINGÓ

Páskabingó Kvenfélagsins verður á Borg mánudaginn 30.mars kl 19.30. Allir velkomnir  :)
Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða hjá Rauða Krossinum í Árnessýslu sem meðal annars er nýttur til styrktar þeirra sem standa höllum fæti í aðdraganda páska og ferminga.
paskabingó

Fundarboð

  1. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 9.00 f.h.   Sjá nánar hér: FB 364.18.03.15

Myndasýningunni sem vera átti á Gömlu Borg á morgun……….

er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma.

Sjá allar fréttir