Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Fundarboð

  1. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 20. maí 2015 kl. 9.00 f.h.

Sjá nánar hér: FB 369.20.05.15

Grímsnes og Grafningshreppur óskar eftir tilboðum í Félagsheimilið Borg

Viðhald utanhúss

Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til. Fyrirhugaðar viðhald felast í klæðningu og einangrun steyptra útveggja og endurnýjun gluggum.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1.10.2015

Helstu verkþættir eru:

  • Ál og Steni klæðning                         620 m2
  • Einangrun útveggja                            490 m2
  • Endurnýjun glugga                            46 stk

Útboðið er opið.

Útboðsgögn er hægt að fá rafrænt frá og með þriðjudegi 19. maí 2015. hjá Tæknisviði Uppsveita með því að senda tölvupóst á david@gogg.is

Opnun tilboða verður miðvikudaginn 3. júní 2015 kl. 11 á skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:

Lesa meira

Borg í sveit :)

– Alvöru sveitadagur í Grímsnes– og Grafningshreppi

Taktu daginn frá

Laugardaginn 30. maí verður viðburðurinn Borg í sveit

– alvöru sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi haldinn í fyrsta skipti.

Þann dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn.

 Dagskrá verður auglýst síðar.

 Við hlökkum til að taka á móti ykkur

Kveðja, íbúar og fyrirtæki í

Grímsnes- og Grafningshreppi

 

Ljósmyndakeppni, Grímsnes- og Grafningshrepps 2015

Atvinnumálanefnd kynnir fyrir ykkur ljósmyndakeppni Grímsnes- og Grafningshrepps sem stendur frá 1. mars til og með 30. september 2015.

Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Landslagsmyndir – allar landslagsmyndir teknar í sveitarfélaginu
  • Mannlífið – sveitungar, viðburðir og daglegt líf í sveitarfélaginu
  • Frumlegasta myndin – myndin verður að hafa þekkt kennileiti úr sveitarfélaginu í bakgrunni

Senda þarf myndirnar ásamt upplýsingum um hvar myndin er tekin, hvenær hún er tekin og nafn á ljósmyndaranum á karl@gogg.is fyrir 30. september.

Hægt er að senda inn eins margar myndir og hver vill.

Tilkynnt verður um sigurvegara í byrjun nóvember og eru verðlaun í boði.

Hugmyndin á bak við keppnina er sú að safna myndum sem hugsanlega er hægt að nota í kynningarefni sveitarfélagsins sem og önnur verkefni t.d. dagatal, heimasíðu og fleira.

Áætlað er að halda ljósmyndasýningu í Sundlauginni á Borg í kjölfarið þar sem að myndirnar verða til sýnis.

 

Sjá allar fréttir