Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Skyndihjálparnámskeið !

skyndi2Kvenfélag Grímsneshrepps býður íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 14 ára og eldri, á  skyndihjálparnámskeið.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember 2014, kl. 1000-1400 í Félagsheimilinu Borg. Kennari verður Anna Margrét Magnúsdóttir frá Rauða krossinum í Árnessýslu.

Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið er boðið að skrá þátttöku fyrir 25. október n.k. til:

Siggu í síma 898-4428 – Elsu í síma 486-4515 eða á netfangið kvenfel@gmail.com.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.  Ef námskeiðið annar ekki eftirspurn mun kvenfélagið standa fyrir öðru námskeiði fljótlega. Skráningargjald er kr. 1.000.- og greiðist inná reikning kvenfélagsins 0152-26-020958, kt. 420389-1329. Boðið verður upp á létta hressingu á námskeiðinu eins og kvenfélagskvenna er siður J

Endilega skráðu þig og vertu með

Kunnátta í skyndihjálp getur bjargað mannslífi.

Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps

Fundarboð

355. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 16.30 e.h.

 

  1. Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.

 

Borg, 17. október 2014, Ingibjörg Harðardóttir.

Sólheimakirkja

Kirkjuskólinn laugardaginn 18. október kl. 13:00

Við höldum áfram með spennandi efni, söng og föndri

ávaxtasafi, kaffi og kalóríur í anddyri kirkjunnar undir lok stundarinnar

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuskólann

Guðsþjónusta sunnudaginn 19. október kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar

Ester Óaflsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng

Meðhjálpari er Erla Thomsen

Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju

Upplýsingar um loftgæði

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent skólanum bréf þar sem forsvarsmönnum er  bent  á að skoða loftgæði reglulega með útivist barna í huga.  Þar kemur fram að kanna þarf loftgæði á hverjum morgni inn á heimasíðu Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar og fylgjast með fram eftir degi.  Slæm loftgæði vegna brennisteinsdíoxíð fyrir viðkvæma eru þegar styrkur fer yfir 600 µg/m3.

Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐ HESTAMANNAFÉLAGANNA Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU_001

Sjá allar fréttir