Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Sólheimakirkja

Dagur kvenfélagskonunnar er sunnudaginn 1. febrúar

Guðsþjónusta kl. 14:00 í tilefni dagsins

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari

Ester Ólafsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng

Þórunn Drífa Oddsdóttir flytur hugvekju

Kvenfélagskonur lesa ritningarlestra 

Meðhjálpari er Erla Thomsen

Í tilefni dagsins fá allar viðstaddar konur blóm

Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju

 

Síðasti séns að panta og greiða í dag !

Þorrablót UMF. Hvatar

Okkar árlega þorrablót verður haldið

í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 30. janúar 2015.

Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30.

Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2015.

Labbi og co. leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Múlakaffi

Miðapantanir eru hjá

Páli Tryggvasyni í síma 866-0337

Einnig má panta miða á netfanginu thorrablot.hvot@gmail.com

Miðaverð kr. 6.400 og þarf að vera búið að panta og greiða miða í síðasta lagi mánudagskvöldið 26. janúar.  

Vinsamlega leggið greiðslur inn á reikning 0586-14-402826 kennitala 121059-7549 og sendið staðfestingu um greiðslu á netfangið: thorrablot.hvot@gmail.com

ATH: barinn verður ekki opinn.

Tæknisvið Uppsveita. Óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf.

Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.  Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita.

Starfssvið : 

Lesa meira

Fundarboð

360. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 9.00 f.h. FB 360.21.01.15.

Skólaþjónusta Árnesþings óskar eftir sálfræðingi til starfa

Staða sálfræðings fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til

umsóknar.  Um er að ræða 50% stöðu.  Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði

skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Lesa meira

Sjá allar fréttir