Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Tilkynning til íbúa í Árnessýslu frá Almannavarnanefnd Árnessýslu

Líkur eru á SO2  gosmengun um allt Suðurland (brennisteinstvíildi, brennisteinsdíoxíð) vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.

Þessi mengun er háð styrk gosmengunarinnar hverju sinni, vindátt og vindstyrk og getur verið varasöm, ef hún nær að mynda bláa eða grábláa móðu. SO2 getur m.a. valdið ertingu í öndunarfærum og augum.

Sem stendur eru unnið að uppsetningu loftgæðamæla, m.a. í Þjórsárdal, til viðbótar við þá mæla sem fyrir eru í sýslunni.  Mælingar má lesa á vefsíðu Umhverfisstofnunar ust.is undir fyrirsögninni „loftgæði“

Lesa meira

Átthagafræðinámskeið

haldið af Fræðsluneti Suðurlands, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. 

Námskeiðið fjallar um sögu og menningu sveitanna og verður haldið
í Reykholti, á Borg og Laugarvatni.

Umfjöllunarefni verða: Jarðfræði uppsveitanna, fornleifar, saga sveitanna á miðöldum, glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og ungmennafélaganna, áhrif Kreppunnar og sauðasölunnar á samfélagið, stofnun og saga Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 

Fyrirlesarar eru: Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur, Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður,
Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari, Jón M. Ívarsson sagnfræðingur,
Bjarni Harðarson bóksali og Einar Á. Sæmundsen fræðslufulltrúi.

Námskeiðið verður á eftirtöldum stöðum:

Félagsheimilið að Borg – 25. september

Bláskógaskóli, Reykholti – 2. október

Félagsheimilið að Borg – 9. október

Bláskógaskóli, Laugarvatni – 16. október.

Skráning er hjá Fræðsluneti Suðurlands.

Fundarboð

352. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 9.00 f.h.

FB 352.18.09.14

Nudd í Reykholti

ERTU MEÐ STÍFA OG ÞREYTTA VÖÐVA??

Bíð upp á heilnudd (klukkutími), eða herðar og bak (ca.hálftími)

TÍMAPANTANIR Í SÍMA: 892-5991

ÍRIS SVAVARSDÓTTIR

Seyrulosun í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógarbyggð árið 2014

Sjá verkstöðu hér: Seyrulosun vika 38 2014

Sjá allar fréttir