Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi

Stofnæðar þ.e.a.s. Biskupstungnabraut- Þingvallavegur- Sólheimahringur- og Laugarvatnsvegur  eru mokaðar af Vegagerðinni 5 daga vikunnar, alla daga nema þriðjudaga og laugardaga.

Aðrir vegir þ.e.a.s. heim á bæi þar sem föst búseta er ásamt  Grafningsvegi  og Búrfellsvegi eru mokaðir eftir þörfum, á þessum stöðum eru afleggjarar  mokaðir en hver og einn verður að sjá um sitt hlað/plan.

Skólaakstursbæir eru í forgangi.

Skipulögð þéttbýli eru mokuð af sveitarfélaginu eftir þörfum.

Einkavegir eins og t.d. heim að sumarhúsum eru ekki mokaðir af sveitarfélaginu. Viðkomandi eigendur þurfa sjálfir að sjá um mokstur heim að sínum húsum. Við bendum á þjónustuaðila í Grímsnes- og Grafningshreppi sem taka að sér snjómokstur hér: Þjónustuaðilar í Grímsnes- og Grafningshrepp des’14

Ágætu Sunnlendingar athugið !

Skrifstofur Sýslumannsins á Suðurlandi á Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Höfn verða lokaðar
2. janúar 2015 vegna uppfærslu tölvukerfa o.fl.

  1. janúar má búast við skertri þjónustu

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Fundarboð

359. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 9.00 f.h. FB 359.17.12 14

Sannkölluð Jólastemning!

Jólamarkaður Sólheima 13. og 14. desember.

Laugardaginn  kl 14:00 í Sólheimakirkju, Jólatónleikar

Sólheimakórinn setur alla í jólaskapið, ekki missa af þessu.

Jólamarkaður Sólheima

Verslunin Vala – listhús verður stútfull af fallegum vörum sem unnar eru af íbúum Sólheima.  Boðið verðu uppá kruðerí með jólaívafi í Grænu könnunni opið frá klukkan 13:00-17:00

Verið velkominn!

jolamarkaður solheima

Fundarboð

358. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 3. desember 2014 kl. 9.00 f.h.

FB 358.03.12 14

Sjá allar fréttir