Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Fundarboð

350. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 9.00 f.h.

FB 350.20.08.14

Minnum á Grímsævintýri, laugardaginn 9. ágúst n.k.

grimsaevintyri_plakat_2006 copy.eps

Sjá nánar Grímsævintýri 2014

Menningarveisla Sólheima

Lay Low

Tónleikar Lay Low klukkan 14:00 í Sólheimakirkju

Laugardaginn 2. ágúst, 2014

 Söngkonan Lovísa Elísabet, betur þekkt sem Lay Low, hefur verið á ferð og flugi um heiminn að spila tónlistina sína. Rödd hennar ku hljóma eins og þykkt súkkulaði, stráð með kanil. Lay Low hefur gefið út sex plötur og mun flytja eigin tónsmíðar í annað sinn á Menningarveislu Sólheima. Kjörið fyrir fjöldskyldufólk að njóta þess sem við höfum uppá að bjóða þessa annars annasömu helgi.

Samsýning íbúa Ingustofu, Rafbíla, orku og myndlistasýningar í Sesselíuhúsi, útilistaverk, ljóðagarður, höggmyndagarður, trjásafn og Tröllagarður.

Kaffihúsið Græna kannan og Verslunin Vala opið frá klukkan 12:00-18:00 alla daga.  Ókeypis er á alla viðburði Menningarveislu Sólheima.  www.solheimar.is

Vígsla á gæðingavelli Trausta

Vígslu og gæðingamót Hestamannafélagsins Trausta verður haldið á velli félagsins á Laugarvatni fimmtudaginn 31. júlí n.k.

Dagskráin er eftirfarandi og hefst kl 17:00
Gæðingakeppni Trausta
Vígsluathöfn
Forkeppni í tölti
Hlé
100m skeið
Úrslit í tölti.

Mótslok 21:00

Hlökkum til að sjá sem flesta á mótsvæðinu.

 

Stjórn og mótanefnd Trausta

Sumarlokun skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps

lokuð frá 28. júlí til og með 15. ágúst.

Ef erindi er aðkallandi er hægt að senda póst á gogg@gogg.is

Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.

Á fundi sveitarstjórnar þann 16.  júní s.l. var samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og  fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 20. ágúst 2014

Sveitarstjóri

 

Sjá allar fréttir