Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Fundarboð

368. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 9.00 f.h. Fundarboð: FB 368.06.05.15

Viðvera menningarfulltrúa Suðurlands – í tengslum við styrktarauglýsingar

Dorothee Lubecki menningarfulltrúi verður með viðtalstíma í Stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 5. maí frá kl. 9:30 – 11:30.

Leiðbeinandi leikjanámskeiðs óskast!!

solheimarlogoVið erum að leita að leiðbeinanda, einhverjum duglegum, reglusömum, jákvæðum, lífsglöðum, úræðagóðum og síðast en ekki síst barngóðum einstaklingi (eldri en 18 ára) sem langar að vinna á Sólheimum frá 1. júní til 21. ágúst 2015.

Vinnutími er frá 08:00-17:00 alla virka daga. Á morgnana eru ýmis fjölbreytt og skemmtileg verkefni, úti og/eða inni, s.s. umhverfis- og garðyrkjustörf, vinnustofur, verkstæði, fer allt eftir þörfum.

Lesa meira

Myndasýningar

 

SigurðurBjarnastöðumGunnarJóhannessonHömrum

 

 

 

Guðfinna Ragnarsdóttir mun í maímánuði sýna viðtöl sem hún hefur tekið við tvo Grímsnesinga:

Sýningarnar verða á Gömlu Borg og hefjast kl. 15:00

Sigurður Gunnarsson á Bjarnastöðum, fimmtudaginn 14. maí,

Gunnar Jóhannesson á Hömrum, sunnudaginn 31. maí.

Kaffiveitingar

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Hollvinir Grímsness

FRÆÐSLUFUNDUR TRAUSTA OG GOÐA

30. APRÍL KL. 20:00 AÐ BORG GRÍMSNESI. Hestamannafélagið Trausti og Hrossaræktarfélagið Goði standa saman að fræðslufundi með hinum nýráðna hrossaræktarráðunaut, Þorvaldi Kristjánssyni, næstkomandi fimmtudag 30. apríl kl 20:00 í félagsheimilinu að Borg Grímsnesi. Fyrirlestur Þorvalds nefnist: Ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og skeiðgens. Að loknum fyrirlestri svarar Þorvaldur fyrirspurnum og tekur þátt í umræðum. Kaffi og kleinur í boði. Fyrirlesturinn byggir m.a. á doktorsverkefni Þorvalds sam hann lauk á síðasta ári og er einkar fræðandi og nýtilegur bæði fyrir áhugasama hrosssaræktendur og reiðmenn.

Enginn aðgangseyrir.

Fræðslunefndir Trausta og Goða.

Sjá allar fréttir