Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015

minjastofnunlogoHlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:
 viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.
 viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
 byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið !

skyndi2Kvenfélag Grímsneshrepps býður íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 14 ára og eldri, á  skyndihjálparnámskeið.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember 2014, kl. 1000-1400 í Félagsheimilinu Borg. Kennari verður Anna Margrét Magnúsdóttir frá Rauða krossinum í Árnessýslu.

Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið er boðið að skrá þátttöku fyrir 25. október n.k. til:

Siggu í síma 898-4428 – Elsu í síma 486-4515 eða á netfangið kvenfel@gmail.com.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.  Ef námskeiðið annar ekki eftirspurn mun kvenfélagið standa fyrir öðru námskeiði fljótlega. Skráningargjald er kr. 1.000.- og greiðist inná reikning kvenfélagsins 0152-26-020958, kt. 420389-1329. Boðið verður upp á létta hressingu á námskeiðinu eins og kvenfélagskvenna er siður :)

Endilega skráðu þig og vertu með

Kunnátta í skyndihjálp getur bjargað mannslífi.

Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps

Fundarboð

355. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 16.30 e.h.

 

  1. Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.

 

Borg, 17. október 2014, Ingibjörg Harðardóttir.

Sólheimakirkja

Kirkjuskólinn laugardaginn 18. október kl. 13:00

Við höldum áfram með spennandi efni, söng og föndri

ávaxtasafi, kaffi og kalóríur í anddyri kirkjunnar undir lok stundarinnar

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuskólann

Guðsþjónusta sunnudaginn 19. október kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar

Ester Óaflsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng

Meðhjálpari er Erla Thomsen

Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju

Upplýsingar um loftgæði

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent skólanum bréf þar sem forsvarsmönnum er  bent  á að skoða loftgæði reglulega með útivist barna í huga.  Þar kemur fram að kanna þarf loftgæði á hverjum morgni inn á heimasíðu Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar og fylgjast með fram eftir degi.  Slæm loftgæði vegna brennisteinsdíoxíð fyrir viðkvæma eru þegar styrkur fer yfir 600 µg/m3.

Lesa meira

Sjá allar fréttir