Gogg á Facebook

Fréttir og tilkynningar

„Frumkvöðladagur Uppsveitanna“.

Verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00. Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu.

Frá hugmynd til framkvæmdar – hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa.  Stoðkerfið verður kynnt, styrkjamöguleikar og reynslusögum deilt.   Í lok fundarins hafa áhugasamir tækifæri til að viðra hugmyndir sínar við ráðgjafa.  Fjölbreytt erindi verða flutt á fundinum m.a. koma gestir frá Nýsköpunarmiðstöð,  Atvinnuráðgjöf SASS og  Frumkvöðlasetri. Auk þess sem fulltrúar fyrirtækja í Uppsveitum deila reynslusögum. Staðsetning fundarins er á Cafe Mika í Reykholti.

Nánari upplýsingar verða á www.sveitir.is Óskað er eftir skráningu þátttakenda netfang asborg@ismennt.is  sími 898 1957

Allir áhugasamir velkomnir.  Ferðamálaráð Uppsveita Árnessýslu

FUNDARBOÐ

363. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 9.00 f.h.

Sjá nánar hér: FB 363.04.03.15

 

Kvenfélag Grímsnesshrepps

100 ára sögu- og ritnefnd Kvenfélags Grímsnesshrepps hefur tekið til starfa.

Kvenfélag Grímsnesshrepps verður aldargamalt árið 2019 stofnað í apríl 1919 og af því tilefni ætlar Kvenfélagið að minnast þeirra tímamóta með ýmsum hætti sem koma munu í ljós þegar nær dregur.

Nefndina skipa; Lísa Thomsen, Þórunn Oddsdóttir og Guðrún Ásgeirsdóttir.

Við hvetjum  alla núverandi og brottflutta Grímsnesinga svo og alla þá sem kunna að luma á myndum eða skemmtilegum frásögnum frá mömmum, ömmum eða frænkum um starfið þessi nærri 100 ár að hafa samband.

Við tökum glaðar taka á móti öllu efni, endilega hafið samband við ofangreindar nefndarkonur.

Lísa: burfell@simnet.is; Þórunn: thdrifa@gmail.com; Guðrún : gasg@mi.is

Myndasýning

Siggi á bjarnastöðumViðtal Guðfinnu Ragnarsdóttur við Sigurð Gunnarsson fyrrum bónda á Bjarnastöðum verður sýnt 14. mars nk. kl. 15:00 á Gömlu Borg.

Einnig mun Egill Árni Pálsson tenór syngja  nokkur lög við undirleik Jóns Bjarnasonar organista.

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Hollvinir Grímsness

Kirkjuskóli og Guðsþjónusta í Sólheimakirkju.

Kirkjuskóli Sólheimakirkju

Verður laugardaginn 28. febrúar kl. 13:00

Nú erum við í sjöunda himni, eins og efnið heitir.

Söngur, sögur, föndur og gleði

Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur við lok stundarinnar

Verið öll hjartanlega velkomin

 

Sólheimakirkja Guðsþjónusta 1. mars kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar

Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir

Kór Vatnsendaskóla syngur, stjórnandi Þóra Marteinsdóttir

Meðhjálpari er Erla Thomsen 

Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju

Sjá allar fréttir