Fara í efni

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps. 


Byggðasamlagið hefur fyrst og fremst það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru alla jafna 1. og 3. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi í lok þriðjudags í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir.

Afgreiðslutími á skrifstofu embættisins að Dalbraut 12 á Laugarvatni er frá kl. 9.00 til 12.00 alla virka daga.

Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum.

Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.

Heimasíða: Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Skipulagsauglýsingar
Fundargerðir skipulagsnefndar
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Gjaldskrá Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita
Kortavefur

 

Síðast uppfært 18. ágúst 2020
Getum við bætt efni síðunnar?